Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 41
Ura Ijós- og litaskynjanir.
377
sveimum, sem á sumrum sveima yfir í stórhópum, finst
ekki heldur rauði liturinn ljósmikill.
Lubbock gerði þá merkilegu uppgötvun, að maurarn-
ir gætu skynjað djúpfjólublátt ljós. Hann áleit, að þeir
skynjuðu það með ákveðnum lit, sem vér gætum ekki
gert oss neina hugmynd um hvernig væri, og að »hlut-
irnir fyrir þeim liti þess vegna alt öðruvísi út, en fyrir
oss«. Rannsóknir Hesz veita oss alt annan skilning á þessum
fyrirbrigðum. Djúpfjólubláu geislarnir hafa bylgjulengdina
400—300 millimikron (1 millimikron er Vioooooo ár millimetra)
— það eru yztu fjólubláu og djúpfjólubláu geislarnir; —
það eru þessir geislar, sem eru aðal-geislarnir við geislabrot í
málmum og vökvum (fluorescens1)- Það var því ekki
ólíklegt, að úr því að maurar gátu skynjað þessa geisla,
þá ættu slík geislabrot einhvern þátt í því. ÍTákvæm-
ar rannsóknir sýndu líka, að í þeim hlutum augans hjá
krabbadýrum og skorkvikindum, sem brjóta ljósgeislana,
voru greinileg geislabrot, og að þeir sendu frá sér mikið
af djúpfjólubláum geislum. Sérstaklega skiftir afstaða maur-
anna máli í þessu efni. Með nákvæmum rannsóknum og
mælingum tókst Hesz að sýna, að þegar hann t. d. tók
djúpfjólubláu geislana burt úr dagsljósinu með þar til
gerðu gleri, þá fanst maurunum það ekki eins bjart og
þegar þessir geislar voru einnig í því, og þó hafa þeir sýnilegu
af þessum geislum fyrir vorum augum aðeins V200
birtumagni dagsljóssins. Þessi dýr sjá ekki annað eða
meira af ljóslitabandinu en litblindur maður, sem hing-
að til hefir þó verið álitið, og þau sjá ekki beinlínis
djúpfjólubláu geislana, heldur óbeinlínis, sökum ljósbrota
augans sjálfs, þannig, að ljósbrotin breyta grænu geislun-
um, sem dýrin sjá ekki, svo að þeir verða sýnilegir,
og það eru líka þessir geislar, sem dýrin skynja að séu
bjartastir, eins og tilraunirnar sýna.
Hesz fann, að hjá krabbadýrunum voru einnig mikil
') Geislabrot (fluorescens) er sá eiginleiki, sem ýms efni liafa (t.
d. steinolia) til að senda sjálf frá sér geisla, ef ljós fellar á jiau, og
hafa þessir geislar ýmsa liti, og eru því sérkennilegir fyrir hvert efni.