Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 6
342
Hefír jörðin sál?
þessum áhrifum að utan og hagar sínum innri störfum á
sérkennilegan hátt.
Þróunarsaga jarðar er og svipuð líkama vors að því,
að hún (eftir skoðunum nútíðarmanna) er afsprengi stærri
hnattar og hefir með fulltingi þeirra afla er í henni bjuggu
tekið á sig lögun sína og greinst í aðalhluta, en heldur
síðan áfram að smábreyta mynd sinni og vinna betur úr
efnum sínum; starfa þar saman ytri öfl og innri, efnin
eru á sífeldri hringrás og stöðugt koma fram nýjar mynd-
ir og myndbreytingar; upptök og framþróun lífveranna á
jörðunni og allar þær breytingar er mennirnir og aðrar
lifandi verur hafa þar valdið, eru þáttur í framþróun jarðar-
innar, en það sem myndast þannig í jörðinni skilur ekki
fremur við hana en það sem vex í likama vorum skilur
við hann.
Þau líffæri líkama vors er standa í nánustu sambandi
við sálarlíflð, heilinn og skynfærin, eru efst í honum og
í yfirborði hans. Eins er um jörðina. Hið lífræna riki
með mannkyninu og öllum þess viðskiftum er á yfirborði
jarðarinnar.
Þó svona líkt sé nú ákomið með líkama vorum og
jörðinni í öllum þessum atriðum, þá eru þau í ýmsum
greinum gagnólík, sem kemur af því að líkami vor er
partur af likama jarðar og störf hans að eins einn þáttur
í störfum jarðarinnar. Parturinn getur líkst heildinni, en
aldrei verið henni að öllu líkur.
Aðalmismunurinn er nú sá, að jörðin hefir á margfalt
æðra stigi þá eiginleika er vér teljum oss helzt til gildis.
Einn af þeim er sjálfstæði gagnvart öðrum verum. Jörðin
er að eins háð öðrum himinhnöttum, og þó í fáum grein-
um. En alt sem vér þurfum að sækja út fyrir sjálfa oss,
loft, vatn, hvers konar fæðu, félaga o. s. frv., heflr hún
í sér. Hringrásirnar í líkama vorum eru ekki sjálfum
sér nógar, vér getum ekki lifað án efnaviðskifta við um-
heiminn. En það getur jörðin. Hún er sjálfri sér nóg í
óteljandi atriðum, þar sem vér verðum nálega alt að sækja
iil hennar. Ytri sambönd vor eru innri sambönd hennar,