Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1914, Page 6

Skírnir - 01.12.1914, Page 6
342 Hefír jörðin sál? þessum áhrifum að utan og hagar sínum innri störfum á sérkennilegan hátt. Þróunarsaga jarðar er og svipuð líkama vors að því, að hún (eftir skoðunum nútíðarmanna) er afsprengi stærri hnattar og hefir með fulltingi þeirra afla er í henni bjuggu tekið á sig lögun sína og greinst í aðalhluta, en heldur síðan áfram að smábreyta mynd sinni og vinna betur úr efnum sínum; starfa þar saman ytri öfl og innri, efnin eru á sífeldri hringrás og stöðugt koma fram nýjar mynd- ir og myndbreytingar; upptök og framþróun lífveranna á jörðunni og allar þær breytingar er mennirnir og aðrar lifandi verur hafa þar valdið, eru þáttur í framþróun jarðar- innar, en það sem myndast þannig í jörðinni skilur ekki fremur við hana en það sem vex í likama vorum skilur við hann. Þau líffæri líkama vors er standa í nánustu sambandi við sálarlíflð, heilinn og skynfærin, eru efst í honum og í yfirborði hans. Eins er um jörðina. Hið lífræna riki með mannkyninu og öllum þess viðskiftum er á yfirborði jarðarinnar. Þó svona líkt sé nú ákomið með líkama vorum og jörðinni í öllum þessum atriðum, þá eru þau í ýmsum greinum gagnólík, sem kemur af því að líkami vor er partur af likama jarðar og störf hans að eins einn þáttur í störfum jarðarinnar. Parturinn getur líkst heildinni, en aldrei verið henni að öllu líkur. Aðalmismunurinn er nú sá, að jörðin hefir á margfalt æðra stigi þá eiginleika er vér teljum oss helzt til gildis. Einn af þeim er sjálfstæði gagnvart öðrum verum. Jörðin er að eins háð öðrum himinhnöttum, og þó í fáum grein- um. En alt sem vér þurfum að sækja út fyrir sjálfa oss, loft, vatn, hvers konar fæðu, félaga o. s. frv., heflr hún í sér. Hringrásirnar í líkama vorum eru ekki sjálfum sér nógar, vér getum ekki lifað án efnaviðskifta við um- heiminn. En það getur jörðin. Hún er sjálfri sér nóg í óteljandi atriðum, þar sem vér verðum nálega alt að sækja iil hennar. Ytri sambönd vor eru innri sambönd hennar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.