Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 64
400
Um lífsins elixíra og hið lifandi hold.
Fyrst svæfði hann köttinn með eter. Þá skar hann
fyrst sundur vélindið og batt fyrir opið. Síðan skar hann
sundur barkann og setti glerpípu í opið. Þvínæst opnaði
hann kviðinn og batt fyrir og skar sundur stórslagæðina
og holæðina neðarlega í kviðarholinu; sama gerði hann
við þvagpípurnar frá nýrunum. Nú losaði hann stóru æð-
arnar frá hryggnum, batt fyrir allar greinar aðrar en
þær sem liggja til innýflanna og skar sundur innýflataug-
arnar sem ganga frá taugahnoðunum við iirygginn. Þeg-
ar hann nú hafði losað kviðarholsinnýflin, hjúpaði hann
þau í japönskum silkiklút (eins og »Kjósarost í snýtuklút»
mundi Gröndal hafa sagt). Þessu næst opnaði hann brjóst-
holið og losaði þindina alt í kring frá brjóstveggnum.
Þá gat kisa ekki lengur dregið andann, en þá tók Carrel
til sinna ráða og dældi nú lofti inn í lungun og út úr
þeim á víxl. En þar á eftir skar hann sundur og batt
fyrir stóru hálsæðarnar sem ganga til höfuðsins, en um
leið misti heilinn stjórn yfir öllu og kötturinn dó, það er
að segja sá köttur sem getur kallast með öllum mjalla,
þ. e. með öllum skilningarvitum, og eftir var aðeins »skyn-
laus köttur«.
Hann skar síðan sundur allar æðar og taugar sem
liggja til innýflanna frá líkamshlutunum í kring, og losaði
nú innýflin út úr kettinum og setti þau í einu lagi niður
í ker með 38 st. heitum næringarvökva (Ringers vökva).
Nú gætti hann þess að engar æðar spýttu lengur og stöðv-
aði vel alla blóðrás.
Það gat ekki hjá þvi farið, að töluvert blóð færi til
spillis við þennan mikla uppskurð; hjartað hélt þó áfram
að slá, en hjartslátturinn var farinn mjög að linast. Þá
opnaði Carrel öðrum ketti æð og lét blóð streyma úr
honum til holæðarinnar í innýflum dauða kattarins. Við
þetta hrestist hjartað og varð eins og heilbrigt. Melting-
arhreyfingar sáust greinilega bæði í maga og görnum;
þvag rann úr nýrunum, og það þurfti að opna neðri
garnarendann til þess að þessi innýfla köttur gæti fengið
hægðir. Gall streymdi úr lifrinni og það var hægt að