Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 100
436
Ritfregnir.
manna, gáfur þeirra, námf/si og menningu. Lesandinn fylgir hon-
um á ferðinni og fær þannig smámsaman góðar 1/singar á náttúru
landsins, lifnaðarháttum, vinnubrögðum og viðmóti þjóðarinnar, og
jafnframt einstöku atriði úr sögunum, þar sem því verður við kom-
ið. A stöku stað koma fyrir smávillur, er auðsjáanlega stafa af mis-
skilningi, svo sem það, að aðalbiskup vor verbi að sækja vígslu til
Khafnar, að gagnfræðaskólinn á Akureyri só búnaðarskóli og að f
Hafnarfirði só hús sem Snorri Sturluson hafi bygt. Smávegis óná-
kvæmni um söguleg atriði mætti og finna og nokkur örnefni eru
rangþ/dd, ea slíkt kemur fyrir í flestum ferðabókum og er hór svo
smávægilegt, að það raskar í engu heildaráhrifum bókarinnar. Yór
megum því vera höf. þakklátir fyrir rit hans og óska þess að það
verði sem víðast lesið.
Sem s/nishorn af náttúrul/singum höf. set eg hór að endingu
þ/ðingu á kafla um Reykjavík.
»Það er lágnætti. Fyrir hálfri stundu gekk sólin í ægi og að
jafnlangri stundu liðinni rennur hún á n/, ekki langt frá þeim stað
er hún áður settist. S/nin er töfrandi og minnir á ragnarökkur.
Á loftinu er ljósrauður bjarmi með /msum blæ. Engin stjarna
sóst á hvelfingunni, hvergi ber tunglið við sjóndeildarhring. Faxa-
flói er sem bráðið haf af d/rum málmi og leika á því öldur af
purpurarauðu ljósi; þær falla að rótum K e i 1 i s, stíga með bjart-
ari blæ upp á hvassan tindinn og brotna loks á gígunum í fjarska.
Es j an tekur á sig lit loftsins, úrigar upsirnar glitra sem um hæst-
an dag og ísmöttullinn verður að rósrauðu kvarzi. Nú er Snæ-
fellsjökull d/rlegastur. Að baki honum er sólin. Þaðan leggur
breiða ljósrák beint upp í háloftið, saffrangula í miðið, með rauð-
leitari blæ til beggja hliða. Hún breiðist út eins og blævængur.
Snæfellsjökull er gimsteinn í skaftinu. Enn breikkar blævængurinn
unz fjórðungur loftsins er gullroðinn með lifrauðum rákum. Jökul-
faldurinn er orðinn að roðasteini og E s j a n að eldlegum ópal.
Breytingin er sem í fagurmyndasjá. Litirnir koma og hverfa sem
i norðurljósum væri, sk/jaslæðurnar opnast og lokast og litirnir
■d/pka. E s j a n er endurborin í skauti fjarðarins. í skugga hans
vaggar fiskiflotinn í ró fyrir akkerum. Jafnvel sk/jarákirnar eiga
mynd sína í sjónum, og er hægt far á þeim í djúpinu eins og uppi
í háloftinu. Það birtir yfir K e i 1 i, blundandi litir funa upp sem
eldur, eldurinn verður og hvítu ljósi. Sólin er risin úr miðnætur-
laug sinni, það er kominn morgun og eg hverf heim i hótelið og
veit nú að hvorki penni né pensill fær náð þessum mikla litasam-