Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 57
Um lífsins elixira og hið lifandi hold.
393
legt er fyrir heilsuna, og um aðra fleiri kirtla grunar menn
að svipað sé háttað, en þessi efni þurfa enn ýtarlegri
rannsókna.
Eftir öllu þessu að dæma er enginn vafi á því, að
innrensli bæði blindra og opinna kirtla hefir mjög víðtæk
áhrif á likamann.
Á seinni árum er nú sú skoðun farin að ryðja sér til
rúms, að innrensli sé í rauninni ekkert sérkenni kirtlanna
í líkamanum, heldur eigi innrensli sér stað frá öllum líf-
færum líkamans, eða með öðrum orðum frá öllum sellun-
um, því frá sérhverri sellu koma blóðinu efni, bæði kol-
sýra og önnur úrkastsefni, og megi einnig kalla þetta
innrensli
Læknar hafa síðustu árin uppgötvað nokkur einkenni-
leg efnasambönd, sem myndast hér og hvar í líkamanum,
og þessum efnum er það sameiginlegt, að þau hafa örf-
andi áhrif á starf sumra líffæra. Englendingurinn Star-
ling, sem bezt hefir gengið fram í að rannsaka og finna
þessi efni, hefir kallað þau einu nafni »hormón«, en það
er dregið af gríska orðinu hormaó = eg örfa eða herði á.
Sem gott dæmi þess hverrar náttúru þessi efni eru, má
nefna júfur-»hormónið«, sem Starling uppgötvaði fyrst.
Honum tókst að vinna þetta efni úr fylgju vanfærra dýra
og sumum fósturhlutum. Þegar hann spýtti því inn í
blóðið á kvendýrum, olli það ætíð því, að stálmi kom í
júfrin, jafnvel þó dýrið væri ekki með fóstri. Seinna hefir
þýzkum lækni (Karl Basch) tekist með svipuðum efnissafa
að auka mjólkina í geitum, sem mjólkuðu illa. Það er þá
ekki ósennilegt, að sama kunni einnig að mega takast við
geldar kýr, og jafnvel konur líka.
Ur slímhúð tólfþumlunga-þarmsins hefir tekist að vinna
hormón sem sekretín er kallað. Það hefir þau áhrif, að
það örvar brisið til að gefa meiri meltingarsafa en ella,
þegar því er spýtt inn í blóðið. — Það er kunnugt af
rannsóknum Paulows, að við tygginguna örvast magakirtl-
arnir til að starfa, og er það sennilega fyrir áhrif frá ein-
hverskonar hormóni úr munninum, sem hefir svipaðar