Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 112
-448
Útlendar fréttir.
land, en Rússar höföu þar álíka mikið lið í móti, og hefir gengið
þar í þófi og ekki ljóst, hvernig sakirnar standa þar nú. Aftur á
móti hafa Rússar sótt fram í Galizíu og Austurríkismenn hrokkið
þar fyrir, svo að her Rússa er nú kominn vestur undir Krakau, að
því er síðustu fregnir segja.
Um viðureign Austurríkismanna og Serba, sem var upphaf
ófriðarins, er nú lítið talað og fregnunum þaðau hefir ekki borið
saman. Austurríkismenn beindu í þá áttina aðeins litlum hluta af
her sínum, og af fréttunum er það helzt að ráða, að hann hafi
farið halloka fyrir Serbum, eða að minsta kosti lítið unnið þar á.
Stórorustur hafa enn eigi orðið á sjó. En í byrjun ófriðarins
áttust Þjóðverjar og Rússar við í Eystrasalti, við Álandseyjar; hörf-
aði rússneski flotinn þá inn í Kronstadt og sagt, að herskip Þjóð-
verja haldi honum þar í kví. En Englendingar og Þjóðverjar hafa
ázt við í Norðursjónum og báðir mist þar nokkuð af skipum. Uti
um nflendurnar hefir og ófriður verið háður og hafa Englendingar
tekið ýmsar af nýlendum Þjóðverja. Japansmenn hafa gripið inn í
ófriðinn og sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Hafa þeir ráðist á
Kiautschau, nýlendu Þjóðverja í Schanting í Kfna.
Þetta er hinn mesti ófriður, sem nokkru sinni hefir verið háð-
ur; aldrei áður hafa jafnmargir menn verið á vígvelli í einu og nú,
og 6kkert nærri því.
Frá Mexico. Endalok sennu þeirrar, sem Bandamenn áttu f
við Húerta forseta, urðu þau, að flúerta vók frá völdum f júlí í
sumar, en til bráðabirgða tók við forsetaembættinu nýr maður. Sá
hót Cabrajal. En Bandaríkjastjórn mótmælti honum og tók þá
Carranza hershöfðingi við völdum. Nú er sagt, að uppreisn só enn
í Mexico og fyrir henni Yilla hershöfðingi, er áður barðist lengi
gegn Húertu.
Albanía. Yilhjálmur Albaníufursti ’nefir nú lagt niður völd
og er kominn burt úr landinu, en föst skipun getur ekki komist
á stjórn þar fyr en að Evrópustríðinu loknu. Þ. G,