Fjölnir - 01.01.1847, Blaðsíða 3
3
nærri [iví yíir allt landið; haffti honum nú farift svo frani
í kunnugleika til landsins, að varla mun neinn inaður, síðan
Eggert Olafsson var á diigum, hafa haft eins jafna og
margháttaða þekkingu á íslandi. En á þessuni árum
lireyttist heilsufar hans svo til hins lakara, að hann beið
þess aldrei bætur, og hefur jrað sjálfsagt, að miklu leyti,
dregið hann til dauða. Hann koni aptur til Kaupmanna-
hafnar 1842, eptir undirlagi hins íslenzka bókmenntafjelags,
til að semja einn part af Islands lýsingu, sem hann hafði
fyr meir, áður enn hann fór heim í seinna skiptið, stungið
upp á, að fjelagið reyridi til að koma á stofn. IJr þessari
ferð hafði hann með sjer marga náttúrugripi, sjer f lagi
steina og jarðtegundir, í náttúrugripasöfn konungs og háskól-
ans. Sumt afþví mun að vísu hafa verið ókunnugt áður;
að minnsta kosíi höfuni vjer heyrt getið um nýja kristalls-
tegund, sem Jónas hafði fyrstur fundið, og kom með frá
Islandi, og ski'rður hefur verið Christianit af nafni kon-
ungs vors. Jienna vetur var Jónas í Kaupmannahöfn, og
varði miklu af þeim tíma til að kynna sjer betur það
sem hann hafði með sjer að heirnan, og svo til að koma
því fyrir. Um vorið fór hann til Sore (sem hann hjelt,
að hefði heitið Saurar í fornöld), og var þar hjer um hil
ár, hjá Steenstrup, sem þá var þar Lector, en nú
er Professor við háskólann í Kaupmannahöfn. VTorið
1844 kom Jónas aptur til Kaupmannahafnar, og var hjer
upp frá því að fást við Islands lýsingu, þá sem fyr var
um getið, en orti jafnframt meira að tiltölu, enn nokkurn
tíma áður; en það átti ekki að haldast lengi; 15. maí
seint um kveldið, þegar hann gekk upp stigann hjá sjer*),
skruppu honum fætur, og gekk sá hinn hægri í sundur
fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur og inn til sín,
iagðist niður í fötunum og beið svo morguus. Jegar
inn var komið til hans um morguninn, og hann var spurðúr,
1*
®) St. Pederstrœde 140, 3. Sul.