Fjölnir - 01.01.1847, Blaðsíða 36
3ö
AÐ TYGGJA UPP Á DÖNSKU.
Nú er orbinn siSur fyrir austan aú tyggja nieð fram-
tiiniiuniiin; eri fiað cru ekki allir, sem vita, af hverju j)að
kemur til. Mjer var sagt á einura bæ, jþetta bjeti að
tyggja upp á tlönsku, og þá fór jeg að reyna [)að lika;
þá varð jeg allt í einu þolinmóður og iðinn að nema, og
f)ó jeg væri lúinn í kjálkunum og yrði að jeta bálftuggið
á tlaginn, [)á bættist mjer tvöfalt upp á nóttunni. Mig
tlreymdi [)á, jeg væri kominn á kjól og kynni að tyggja
upp á tlönsku, og hló þá stundum hátt upp úr svefninum,
J)egar jeg sá hunda bíta bein, eða bændur á peysu, sem
tuggðu með jöxlunum. Prcstsdóttirin átti bágara enn jeg;
hún var hæði ung og fríð, og hafði viðkvæma samvizku,
en þrekið vantaði og styrkleika sálarinnar til að leggja
hart á sig og læra f)að, sem mest reið á: að tyggja upp á
dönsku, eins og faðir hennar; [)egar hún hugsaði út í
það, flóði hún stundum öll í tárum og sagði, guð hefði
ekki gefið sjer jaxlana til annars, enn syndga. 5á kom
Hjörleifur sterki á mórauðri úlpu og hafði btindið reipi
um sig miðjan. Hann kenndi í brjóst um stúlkuna og
huggaði hana, eins og hann gat. Ilann stakk atgeirnum
á kaf ofan í jörðina, setti frá sjer 50 fjórðunga kistu, sem
hann bar á bakinu, og stökk upp á bæjar-kampinn, [)ar
sem við sátum, prestsdóttirin og jeg, og tók svo til orða:
’ 3?ú átt ekki að gráta, fuglinn minn! [)ó þjer hafi orðið
[)að á að tyggja með jöxlunum; jeg skal segja [)jer,