Fjölnir - 01.01.1847, Blaðsíða 16
10
um. En hún hjelt, að líliú yrði úr öllum þessháttar
sögum í björtu, og baö mig að firma eitthvað|hentugra.
”5á muntu ekki heldur” sagöi jeg "vilja heyra neitt um
hann Björn í Öxl, eða þá ferðasöguna hans Lalla,
fiegar þau Skotta og hann sátu saman á húðinni og óku
fram endilanga Fnjóská, en Jorgeirsboli dró, og það
var húðin af honum sjálfum. En áður enn jeg gleymi
{)ví, systir góð! hvað eru þær margar — skotturnar?”.
”5að á jeg bágt með að segja {ijer” sagði hún; ”j)ær
hafa verið sín í hverri sveitinni; {)ó eru tvær merkilegastar,
að jeg held, Húsavíkurskotta ogHvítárvallaskotta,
en þær eru nú liáðar dauðar”. ”5á þekki jeg mann, sem
hefur sjeð hana Húsavíkurskottu” sagði jeg; ”manstu ekki
eptir Iækuinum, sem var að segja honum fóstra mínum
frá, þegar hún kastaði selnum í hann Lalla? — En var
hann dauður, selurinn? {)ví er jeg nú búinn að gleyma”.
”5að verður ekki talað við jiig” sagði hún, og heldur
óþolinmóðlega; ”þú ert meö tóma útúrdúra, og enginn
maður getur sjeð, hvort þjer er alvara eða gaman”. ”Mjer
er þó alvara stundum, en núna getur mjer ekkert dottið í
hug, sem vit er í; þú verður að gera þig ánægða með
nokkrar vísur; það eru tvö kvæði eptir mig sjálfan, og
tveimur er snúið”. ”Jeg fer sem næst um skáldskapinn
þinn” sagði systir mín, ”það er sjálfsagt eitthvað fallegt,
en þó ætla jeg að liiðja þig að hafa hinar yfir fyrst”.
”Öðru kvæðinu er snúið úr dönsku” sagði jeg þá; ”það er
munaðarlaus unglingur, sem búinn er að missa alla hluti,
auð og metorð, og unnustu með glóbjart hár og fagurblá
augu; {iað var um kvöldtima, að hann settist einsamall á
leiöi móður sinnar, og þá kvað hann þetla:
Bi'um, bíuni,
barnið góða!
sofðu nú sætt
og sofðu lengi,