Ný félagsrit - 01.01.1863, Page 67
liM STJORN OG FJARHAG.
67
mögulegt og geta oröiö aö miklu gagni, aö nú þegar
væri byrjaö aö færa stjörn landsins nær því horti, sem
allir eru samdóma um aö nauösyn sé á, því enginn hlutur
getur veriö skaÖlegri fyrir alla stjdrnarathöfn og alla fram-
för, en aÖ hin æöstu stjórnarvöld í landinu sé á einskonar
reiki. svo aö þeir menn. sem í völdunum eru, viti ekki
hversu lengi þeir haldi þeim, og alþýöa viti varla hvort
embættiö sjálft standi eöa ekki. þegar slíkt ástand helzt
um heilt árabil. þá leiöir þar af beina apturför, ekki ein-
úngis í stjórnarathöfninni sjálfri, heldur og einnig í öllum
almennum efnum, og þessu ætti alþíng af öllu afli aÖ
sporna á móti, svo enginn gæti aö minnsta kosti sagt, aÖ
þaö bæri aí) sínu leyti nokkra ábyrgð af, aö slíkt óstand
væri látiö haldast viö í landinu. þetta atriöi, um hiö al-
menna stjórnarástand á landinu og lögun á því, gefur al- ’
þíngi mikiö efni í ávarp til konúngs, og því veröur ekki
neitaö, ab vér höfum í marga staöi aldrei verið eins
knúÖir til þess einsog nú, svo framarlega sem stjórnin
hefir ekkert annaÖ undirbúiö í stjórnar og fjárhagsmálinu,
en álitsskjal fjárhagsnefndarinnar ársgamalt, til aí) bera
undir þíngib sem konúnglegt álitsmál.
Vér megum samt ekki hugsa, aÖ þó þessi aöalmál
vor raæti slíkri tregSu og seindrægni hjá stjórninni, sem
hér er hálfvegis gjört ráö fvrir aö veröa muni, þá sé
ekkert fyrir oss annaö aö gjöra, en aö ræÖa og ráögast
á alþíngi, og rita þaBan bænarskrár og ávarp, en aö ööru
leyti brynja oss meö heilagri þolinmæöi, þartil stjórnin
finni sig færa um, eöa þyki tími til kominn, aö bera upp
frumvörp um stjórnarlögun landsins og fjárhagsmál. Vér
getum gjört mikiö og mart annaö, og vér eigum aÖ gjöra
þaö, til þess aö búa oss undir aö geta oss til nota tekiö
viÖ sjálfsforræÖi því, sem oss ber meö réttu, og geta