Ný félagsrit - 01.01.1863, Blaðsíða 142
142
UM STJORN.
í 18. kap. af Exodus vantar;1 þýBandinn vitnar (bls. 375)
til sögu Moysis ab framan: „sem segir í sögu Moysi*.
— 2. Josúasaga; hún endar svo (bls. 376): „ok lýkr hérnú
sögu Josuæ, hins ágæta hertoga Gybínga.“ — 3. Dúmanda-
sögur og sagan af Ruth. — 4. þá koma konúngasögurnar,
og er fyrst saga Davíös og Sáls. DavíBs saga hefst
bls. 458, og er þar fyrirsögn: „upphaf sögu Davífcs", og
endast hún bls. 554. þá kemr: 5. saga Salomons kon-
úngs, og síöan allra konúnga í Israel og Juda, allt til
herleibíngar fram. því næst — 6. Skýtr höf. inn sögu
Alexandrs mikla, sem inngangi til 7. og sí&asta hluta, sem
eru Gy&íngasögur, frá dögum Antiochus konúngs og upp-
hafi Makkabea og sífian allt a& Krists fæ&íngu. Frá-
sögnin er ávallt þý& og fær& í sama hjúp sem tí&kast á
íslenzkum sögubókum, sögublærinn alíslenzkr, og alls ólíkr
því, sem tí&ka&ist í Noregi, þar sem menn voru ekki svo
tamir á sögumáli& sem Íslendíngar. Vi& þáttaskipti segir
opt: „Nú er þar til máls a& taka, sem á&r var frá horfi&“,
og annab þvíumlíkt. þar sem nýir menn koma til sög-
unnar, segir: „Mafcr er nefndr Cis“; „Isai e&a Jesse hét einn
ríkr ma&r“; „Ma&r er nefndr Manue“ o. s. frv., allt einsog í
Njálu e&r Eyrbyggju. Svo sem til afc sýna málsblæinn,
tökum vér til dæmis upphaf á þætti Samsonar sterka:
„Ma&r er nefndr Manue, af þeirri borg er Sarna heitir,
hann var kominn af kyni Dan, sunar Jakobs hins gamla.
Manue var eiginkvæntr, kona hans var úbyrja ok er eigi
nefnd. Svá bar til einn dag, at engill drottins birtist henni,
svá segjandi: þú hefir verit ú’oyrja ok getifc enga erfíngia
*) fyrir utan eitt blafc úr 2. Mos. 5.-7. kap., sem er í Stokkhólmi
og Unger heflr prentafc í formála sínum, og 2 smáblöfc úr Ge-
nesis (kap. 1,31—3,10 og 19,12—21,18), sem eg hygg aS sé
úr Gyíúngasögum Brands, og ílnst í safni Arna 238 fol.