Ný félagsrit - 01.01.1863, Blaðsíða 97
UM VÖRN VID SOTTUM.
97
— þá er lagsmennskan, sem tíbkast á Islandi, víst ekki
holl, auk þess sem hón er óþægileg, aí) verba annabtveggja
ab dúsa vib volgan andann ór lagsmanninum eba svitalykt,
eba fóta fýlu (því ekki er þvegib sér) og er hvorugt gott.
Menn geta og opt haft meira illt af lagsmennskunni,
fengib klába og ymsa hörundskvilla. Margur ótlendur
mabur hefir hneigslazt á því, ab karlar og konur skuli
liggja í sama herbergi, hvort innan um annab ; þetta gengst
óvíba vib mebal sibabra þjóba nema á Islandi, enda fæbast
þar einna flest óskilgetin börn; en ab sibferbinu frá töldu,
þá hlýtur þab þar ab auki ab vera mjög óhollt, ab mart
fólk sofi hvert vib hlibina á öbru, hvort heldur er karl
eba kona.
Oþrifnabur allur spillir loptinu, en þó einkurn þab,
sem illur þefur er af, og þessi galli er hinn mesti heilsu-
spillir manna og sóttkveykja á íslandi. Allvíba eru hálfvot
eba vot föt þurkub inni í babstofu: blautir skórnir liggja
þar á hverri nóttu o. s. frv. — þetta eykur óþef og spillir
loptinu, svo þab verbur mjög rakafullt og þóngt, af því
vatnsgufuna og fýluna leggur upp af því. þab er því
ómissanda á hverjum bæ, ab eiga dálítib þurkhós eba hjall,
til þess ab geta þurkab þar þegar rigníngar gánga; blautu
skóna ætti menn ab taka af sér frammi vib, og hengja
þá þar upp í þurkhús, en alls ekki sitja meb þá á palli
á kvöldin, heldur eiga sér abra pallskó, eba ])á hafa
tréskó og vera meb þá; þeir verba ekki blautir og halda
öllum raka frá fótunum, og er þab mjög hollt vegna
heilsunnar. - Víba láta menn mat standa inni í bab-
stofum dag og nótt, skemmist bæbi vib þab loptib, og
maturinn verbur óhreinn og óætilegur, þegar allskonar ryk
sezt á hann, einkurn dupt og mosk ór rúmunum, þegar
um er bóib. Maturinn má þó víba ekkert missa, því
7