Ný félagsrit - 01.01.1872, Side 17
Um lagaskóU á íslandi.
17
lauslega drepib á, mikill eu eigi lítill. eins og mdtstöfeu-
menn vorir hafa látií) sér um munn fara, lángtum meiri
en svo, ai> þaö nái neinni átt, a& prófessárarnir viö há-
skólann geti ((tekib þaö fram í fáeinum oröum (örstuttri
athugasemd), um leiÖ og þeir lesa yfir dönsku Iögin”1,
enda hafa þeir og játafc þaö sjálfir, og meira a& segja
játaö, aö þeir væri alls eigi færir um aö veita tilsögn f
íslenzkum lögum2. Og úr því svona er nú, ámeöan alþíng
hefir aÖ eins ráögjafarvald, hvaö mun þá veröa þegar
þaö er búiö aö fá Iöggjafarvald ? — þá má nefnilega gjöra ráö
fyrir, aö munurinn á dönskum og íslenzkum lögum fari
óöum vaxandi, og þá veitist prófessórunum viÖ háskólann
eigi einusinni færi á aö kynna sér íslenzk lög, þótt þeir
vildi, meö því þau mundu þá veröa eingaungu á Islenzku.
þessar afleiöíngar veröa því vísari, sem mótspyrnurnar móti
lagaskólanum veröa sterkari og standa lengur. þessi orö eins
af stjórnarsinnum eru þvf einúngis aö því einu merkileg, aö
þau eru glöggt dæmi þess, hversu lángt sumir þeirra komast
í þegnlegri auömýkt og lítillæti, þar sem Danir eru annars
vegar, er þeim þykir sjálfsagt af Islendíngum, aö þeir uni
vel viÖ aö sitja 6—8 ár ((til fóta Gamalielis”, prófessór-
anna f Kaupmannahöfn, og bera eigi annaö úr býtum sér til
gagns, — aÖ undanskilinni almennri lagamentun, — en ein-
stöku mola, sem endrum og sinnum detta af borÖunum,
‘) Um það, hversu ónýt sé kennslan í íslenzkum lögum við
háskólann í Kaupmannahöfn, eru Ijósar frásagnir ymsra; vér tökum
fram orð Páls Melsteðs á alþíngi 1859 og 1861 (Alþingis-
tíð. 1859, bls. 511—542, og 1861, bls. 1630) og Benedikts
Sveinssonar (Alþíngistíð. 1861, bls. 1641—1643.
J) þetta heflr sýnt sig á þeim bréfum. sem prófessórarnir í lögum
við hiskólann í Kaupmannahöfn hafa skrifazt i við stjórnarráðin
um kennsluna við hiskólann í íslenzkum lagarétti, sbr. Bene-
dikt Sveinsson í Alþíngistíð. 1861, bls. 1642.
2