Tímarit - 01.01.1869, Page 77

Tímarit - 01.01.1869, Page 77
77 5. k.), og sem tekið er upp í örnefnaregistur aptan við hana, mun ekki vera örnefni, heldur mun meint það tíma-«skeið», sem vant var að halda leið (sbr. dagmála- skeið, nónskeið o. s. frv.). — Það er vant að sjá hvernig þessi leiðarörnefni eru undir komin, ef þau eru ekki kend við leiðarþíng; ekki er ástæða til að ætla að þau hafl nafn af «Ieið» = vegi eða vegarkafla, t. a. m. «bæaríei<5», þíngmanna?«ð». Heldur gæti verið — þar sem örnefnin eru nálægt sjó — að þau hafl nafn af «sjóleiðn. f*ar sem svo hagar til, að útQörur erumikl- ar, en þó útræði, er vanalega kölluð «leið» eða «leiðin» úr lendíngunni út á djúpsundið, er menn þræða eptir lónum. Ef þetta á sér stað nálægt þeim stöðum, sem við «leið eru kendir, getur nafnið verið dregið ef því; þó sýnist varla líklegt, að örnefni sé kend við slíkar sjó- leiðir, nema því að eins, að örnefnið sé miðað á «leið- inni», eða þá að «leiðin» eigi sérstakt eiginnafn, sem end- ar á «leið», og sé þar að auki á einhvernhátt svo einkenni- leg, að vert megi þykja að kenna örnefni við hana. Sé því nú ekki þannig háttað, þá mun hitt vera tilfellið, að nafn- ið bendi á Leiðar- og haust-þíngstað fornmanna, jafn- vel þó þess sjáist engin vegs ummerki nú á dögum. Það er auðvitað, að leið hefir almennt verið haldin á vorþíngstaðnum í því goðorði, sem þar átti þínghelgi. Þannig má ætla að í Skaptafells þíngi hafl Síðumanna- leið verið haldin á Leiðvelli, Freysgyðlínga leið að Skapta- felli, en Hoffellínga (Hornflrðínga-) leið að þínganesi. Eins má ætla að í f'órness þíngi hafi Dalamanna leið verið haldin í Leiðarhólmi, f’órnesínga leið (á íh'ng- velli) í Þórsnesi, og Rauðmelínga leið má þá ekki síður hafa verið suður þar, þó ekki sé hægt að ætla á stað- inn, að svo stöddu. Ljósvetnínga saga nefnir Ljósvetn-

x

Tímarit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.