Tímarit - 01.01.1869, Page 79

Tímarit - 01.01.1869, Page 79
79 honum sýndist. En þá stóð honum líka til, að láta þá vita fyrirfram, ef svo var tilætlað, að næsta þíng skyldi byrja fyrr en venja var, svo þeir gæti verið við búnir. Goðinn átti að stýra helgihöldum, og í heiðni þess vegna halda upp blótum, en þau voru sett í samband við vissa tíma (t. a. m. misseraskipti, en misseraskipti stóðu í sambandi við sumarauka, og sumarauki við hlaup- ár o. s. frv.), því bar goðanum að tilkynna þíngmönn- um sínum, hvernig tírnum hagaði næstkomandi ár í þessu tilliti. Og þó kristni væri komin, hélzt það við, að segja upp tímatal á leiðum, með þeim hætti, sem pá átti við. En í staðinn fyrirblót og blótveizlur skyldi þá boða föstur og minníngardaga. í*etta heflr án efa verið hinn upprunalegi aðaltilgángur «Leiða», en þó stundum væri notað tækifærið til að auglýsa þar fleira um leið — t. a. m. sektir eða sýknur manna, sem ekki höfðu verið uppsagðar á alþíngi — þá hafa það verið undantekníngar, en virðist þó lýsa þeirri skoðun, að allt það sem birt var á leið, yrði þar við gyldandi, nema því væri þegar löglega mótmælt (Ljósv.s. 2. kap. Reykd. s. 20. kap.j, sýna að sekur maður varð sýkn, að minsta kosti innan fjórðúngs, þegar búið var að helga hann þar á 3 leiðum. Má þetta hafa komið af helgi Leiða eu hún spratt af helgi goðavaldsins, laganna og trúar- bragðanna. En þó það væri þannig í eðli sínu, að sín Leið væri í hverju goðorði í fyrstu, þá er hægt, að sjá hvers vegna menn hafa smátt og smátt leitt það í vana og siðan í lög, að ein Leið skyldi haldin í þíngihverju á vorþíngstaðnum. Eptir því sem tímar liðu, og lög- gjöfin varð margbrotnari, þá varð æ meira vandaverk að «tína» það, er birta skyldi á leið. Raunar var goð- anum í sjálfsvaldi, að fá annan til þess í sinn stað, og

x

Tímarit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.