Tímarit - 01.01.1869, Page 87

Tímarit - 01.01.1869, Page 87
87 kosti —. Hann gæti hafa selt goðorð og mannaforráð í hendur Sæbyrni syni sínum, þegar hann var vaxinn — því Sæbjörn er þó nefndur «goði» —, en von bráðar hefði Sæbjörn selt Merði gy'gju, mági sínum, goðorðið. Til þessa má hugsa sér ýmsar orðsakir, en þó enga sem geri þetta rétt sennilegt, endar er við ekkert sögulegt að stiðjast. Hitt er líklegra, — og ef til vili hið sanna —, að þeir feðgar hafi ekki að öllu leyti sleppt goð- orðinu við Mörð, heldur að eins látið hann fá hlut í því, líklega hálft við sig, þegar mægðir þeirra tókust. Má vera að Hrafn hafl fóstrað Mörð, og kennt honum lög, heflr Mörður þá verið fóstbróðir Sæbjarnar, enda mun nær um aldur þeirra. Er ekki ólíklegt að Mörður hafl stillt svo til með viturleik sínum, að Sæbjörn skyldi fá Unnar systur hans, léti nærri það hefði gjörst fyrstu árin eptir 930, meðan hlé var á málunum, frá því Ön- undur bíldur féll, til þess er «synir hans vóxu upp», síðan var hægra í högum fyrir Mörð að veita þeim bræðr- um, er Hofsverjar voru orðnir tengdir við ættina, ogþað var orðin sameiginleg nauðsyn þeirra allra að snúast við málunum, en af því Mörður heflr verið bezt fallinn til forystu, hafa þeir feðgar fengið honum goðorðið til meðferðar og jafnframt til eignar til móts við sig. Síð- an hefir Mörður verið fyrir þeim um allan höfðíngskap, en skipst hafa þeir um að fara með goðorðið á alþingi. Það er valla áhorfsmál, að fallast á þessa ætlun. En þó hitt væri nú sannara, að Mörður hafl tekið goðorð sitt og mannaforráð í arf, þá mun ei að síður mega fullyrða, að þeir Hrafn og Mörður hafl verið samgoðar (samþriðjúngsgoðar). Með því einu móti getur maður skilið hvernig á því stendur, að Hrafn er ekki talinn með höfðíngjum. Mörður var honum fremri að höfð-

x

Tímarit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.