Gefn - 01.01.1870, Blaðsíða 8

Gefn - 01.01.1870, Blaðsíða 8
8 helga, grasafræðina og slíkar bækur; og að það ekki gefur út betri og aðrar bækur en það gerir nú, kemur öldúngis ekki til af því að menn vanti sem geti samið þær, heldur af því að félagið hamlar þeim og drepur þarmeð niður allri menntun Íslendínga, en gefur lítið út annað en töblur og bókalista og annað þess konar, sem er í sjálfu sér því nær einskis virði, þó oss sé sagt að félagið eigi eitthvað þijátíu þúsund dali í bókum — það eru peníngar einúngis á pappirnum. Yér skulum bæta hér við fáeinum athugasemdum, sem eru í nánu sambandi við þessa hluti. Á meðan kennararnir við skólann lifðu við minni laun, þá urðu til þau rit þeirra sem þeir tóku öllum fram í á sínum tíma, án þess nein ritlaun væri veitt eða heimtuð. En síðan enginn er farinn að taka í mál að rita nema fyrir borgun, þá hefir öllu farið versnandi að öllum jafnaði. Fyrst framan af rituðu menn fyrir bókmenntafélagið ókeypis og þókti nóg laun sá heiður og gleði að sjá verk sín koma fyrir almenníngs sjónir — og einmitt þessi rit félagsins eru þau beztu; því meira sem félagið hefir borgað fyrir þau, því verri hafa þau orðið. þessu er öldúngis eins varið í öðrum löndum; búksorgin og peníngasóttin drepur niður öllu andlegu fjöri, því þar með fylgir alls konar óhóf og óþoli, svo menn hafa ekki tíma til að hugsa um neitt annað né æðra en sællífi og munað; það vita allir menn að mörg þessi »skáld« sem borin eru á höndum og lifa »í vellystíngum praktuglega« eru leirskáld, en hin eiginlegu skáld og allir verulega kröptugir menn eru því fráskildir — á hinn bóginn mega þeir ekki eiga bágt né líða neyð — en það má segja hér með sanni, að »torvelt mun verða ríkum manni að inn gánga í himnaríki«. Yér drápum á það fyr, að Íslendíngar væri manna færastir um að færa sér bækur í nyt, og vér vonum að menn muni kannast við það, að vér séum svo óhræddir að segja það sem oss finnst vera réttast í hverjum hlut, að vér ekki komum með tómt skjall eða sláum löndum vorum gull-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.