Gefn - 01.01.1870, Side 51

Gefn - 01.01.1870, Side 51
51 til þinna grunda, og til þinna dala jeg þoka mér, þar brosir áin fríð. J»ar suðar lækjar mér að eyrum eymur, þar inndæli friður vaggar mér í ró, 5 og lángt við kletta frammi heyrist hreimur sem hrannir vekja út’á djúpum sjó — svalkaldra norna undirbassi ómar og einatt fylgir lífsins hulda straum’, tvístillíng ólm í tilverunnar draum’ 10 titrandi fyrir gígjustrengjum hljómar. — þar máninn skín á kaldan kirkju-múr og kumlin yfir fölvan geisla leiðir, þar sefur liðinn nár í dauðans dúr og dvalarheimsins brim þar yfir freyðir. 15 Ótalda lífsins augnablika fjöld með ýmsum greinum setti máttkur sjóli, uns loksins kemur lítsins hinnsta kvöld, er líður skepnan öll að dómsins stóli — * * * Sem saungmeistari stillir lærður lög, með laungum tónum eða stuttum nótum, 20 eins setti lífið alvalds höndin hög, og himnesk býtti æfidögum skjótum. Hverr dagur, ár og öld, hvert minnsta hljóð, og æfin stutt, sem maurinn litli þáði; hvert boðafall, hvert lauf, sem rósin rjóð 25 raunaleg feldi nið’r að bleiku láði; hvert minnsta hár, sem höfði voru af hnígur til jarðar, þó að enginn sjái; hverr minnsti steinn, sem veltir heimsins haf 4*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.