Gefn - 01.01.1870, Blaðsíða 25
25
sem erendsreki Frakka, og átti að styðja að því að Mesíkó-
menn kysi keisarastjórn í stað þjóðstjórnar. Mun Napóleon
hafa ætlað sér þar tii vináttu og styrks, ef einhvern tíma
kæmi til. En Spánn og England vildu ekki styðja að þessu,
og Bandafyikjastjórnin mótmælti fastlega þessari aðferð, því
hún var á móti þeirri skoðan sem kend er við Monroe og
sem að minnsta kosti þá var gildandi; en sú skoðan er
þannig, að engin Evrópustjórn má stofna nýlendur í Ameríku
og eigi auka enar fornu landareignir þar, og eigi undiroka
né breyta neinni þjóðstjórn þar, er Bandafylkin hafa viður-
kennt. Frakkar urðu því einir síns liðs í Mexíkó, og þraung-
vuðu svo að Júarez, að hann misti völdin, en að ráðum
Napóleons var kosinn til keisara Maximilían erkihertogi af
Austurríki, hróðir Jóseps keisara. Allt fór þetta illa, því
Júarez hafði ávallt flokk uppi, en Mexíkómenn voru vand-
stiltir; Maximilían hélt innreið sína sem keisari í Mexíkó
10- Júní 1864, en alltaf uxu óeirðirnar, Frakkaher gat ekki
hjálpað sem skyldi, Júarez efldist aptur meir og meir, og
svo lauk að Maximilían var skotinn að boði hans í bæ þeim
er Queretaró heitir, 19- Júní 1867. Skömmu áður höfðu
Frakkar farið þaðan með allan herinn, og mistókst þannig
öll herferðin raunar, nema hvað Frakkar höfðu sýnt af sér
hreysti mikla og hugprýði, eins og vant var.
Um sumarið 1866 var stríðið milli Austurríkis og Prússa,
sem endaði á bardaganum við Sadova (eða Königgrátz) og
friðnum í Prag. Stríðið kom, eins og kunnugt er, af ósam-
þykki Prússa og Austurríkis út af Slésvík og Holsetalandi,
sem þeir höfðu tekið frá Danmörku 1864; og leiddi af því
ekki einúngis það, að Prússaveldi jókst að löndum oglýðum,
heldur og einnig það að öll Evrópa, og ekki síst Frakkland,
varð hissa á því ofurmegni og ofsavaldi sem Prússar beittu
þá allt í einu ogsem enginn hafðihaft neinahugmynd um.
Engum hafði þókt furða þó Danir vrði undir 1864, þar sem
við svo mikið ofurefli var að eiga fyrir litla þjóð; en nú
áttu Prássar einir við það ríki, sem menn héldu að heldur