Gefn - 01.01.1870, Side 8

Gefn - 01.01.1870, Side 8
8 helga, grasafræðina og slíkar bækur; og að það ekki gefur út betri og aðrar bækur en það gerir nú, kemur öldúngis ekki til af því að menn vanti sem geti samið þær, heldur af því að félagið hamlar þeim og drepur þarmeð niður allri menntun Íslendínga, en gefur lítið út annað en töblur og bókalista og annað þess konar, sem er í sjálfu sér því nær einskis virði, þó oss sé sagt að félagið eigi eitthvað þijátíu þúsund dali í bókum — það eru peníngar einúngis á pappirnum. Yér skulum bæta hér við fáeinum athugasemdum, sem eru í nánu sambandi við þessa hluti. Á meðan kennararnir við skólann lifðu við minni laun, þá urðu til þau rit þeirra sem þeir tóku öllum fram í á sínum tíma, án þess nein ritlaun væri veitt eða heimtuð. En síðan enginn er farinn að taka í mál að rita nema fyrir borgun, þá hefir öllu farið versnandi að öllum jafnaði. Fyrst framan af rituðu menn fyrir bókmenntafélagið ókeypis og þókti nóg laun sá heiður og gleði að sjá verk sín koma fyrir almenníngs sjónir — og einmitt þessi rit félagsins eru þau beztu; því meira sem félagið hefir borgað fyrir þau, því verri hafa þau orðið. þessu er öldúngis eins varið í öðrum löndum; búksorgin og peníngasóttin drepur niður öllu andlegu fjöri, því þar með fylgir alls konar óhóf og óþoli, svo menn hafa ekki tíma til að hugsa um neitt annað né æðra en sællífi og munað; það vita allir menn að mörg þessi »skáld« sem borin eru á höndum og lifa »í vellystíngum praktuglega« eru leirskáld, en hin eiginlegu skáld og allir verulega kröptugir menn eru því fráskildir — á hinn bóginn mega þeir ekki eiga bágt né líða neyð — en það má segja hér með sanni, að »torvelt mun verða ríkum manni að inn gánga í himnaríki«. Yér drápum á það fyr, að Íslendíngar væri manna færastir um að færa sér bækur í nyt, og vér vonum að menn muni kannast við það, að vér séum svo óhræddir að segja það sem oss finnst vera réttast í hverjum hlut, að vér ekki komum með tómt skjall eða sláum löndum vorum gull-

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.