Gefn - 01.01.1870, Page 15
15
NAPÓLEON HINN þRIÐJI OG STRÍÐIÐ 1870.
|>að væri óviðurkvæmilegt, ef vér í riti voru ekki gæfum
stað hinum merkilegustu atburðum sem orðið hafa á æfi
vorri og jafn vel eldri manna þeirra er nú lifa.
Napóleon, sem í tuttugu ár hefir verið glæsilegastur
og ríkastur stjórnari í heiminum, hann er nú orðinn fángi
og allt Frakkland komið í þá niðurlægíngu, sem engum gat
til hugar komið. Metorðagirnd, dramb og óframsýni hefir
steypt Frökkum — vér getum ekki borið á móti því, hversu
mjög sem vér höfum haldið með þeim.
Stríðið kom til einúngis af tómri kappgirni og metníngi
um það hvorr meiri væri. J>essi metníngur hefir lengi ríkt
í Norðurálfunni, og er raunar fyrst kominn upp með Na-
póleoni enum fyrsta, því þá fyrst kom fram og myndaðist
veruleg skoðun á og tilfinníng fyrir sjálfum sér; pólitisk
meðvitund manna og ríkja fór þá fyrst að komast í kríng
með miklu fastara formi og ákvarðaðri heimtíngum en fyrr
hafði verið og það voru afleiðíngar stjórnarbyltíngarinnar
sem varð 1789—1799. Af henni fæddist Napóleon, eins
og eldlegur blómi eða eins og leiptrandi eldíng sem þaut
urn öll lönd og kollvarpaði hveiju sem fyrir varð. Napóleon
fyrsti kom með stríðum og sérlegum gáfum sínum herliði
Frakka á svo hátt stig frægðar og frama, að enginn var því
jafn snjall í heiminum, en sjómenn voru Frakkar þá ekki