Gefn - 01.01.1870, Síða 19

Gefn - 01.01.1870, Síða 19
19 hatti sínum, og átti þettaað örfa ogæsa h'ðinn, því Napóleon enn fvrsti hafði arnarmerki, en menn áttu að sjá með eigin augum hvernig vættur Napóleons fylgdi kynstaf hans: kölluðu margir þetta kátlegt, sem von var. Ekki tókst Napóleoni þessi tilraun betur en svo, að hann var tekinn fastur (7. Oct. 1840) og settur í díblissu í kastala nokkrum er Ham heitir, skyldi hann vera þar æfilángt; þar sat hann sex ár og gat loksins flúið þaðan (25. Mai 1846); var hann þá í Englandi eptir það og mun hafa átt misjafnt. J>egar stjórnarbyltíngin varð í Frakklandi 1848, þá sagði Loðvík Pilippus konúngur af sér, eu Napóleon — sem híngað til alltaf nefndist Loðvík Napóleon — fór til Frakk- lands, því honum var ávallt hið sama í hug. Eptir að þjóðþíngið hafði lýst hann kjörgengan (13. Júní), lét hann kjósa sig í Yonne-fylkinu og settist í þíngsæti (26. September); en raunar var fjöldi manna í Frakklandi, er vildu að ætt Napóleons kæmist til valda, og naut Napóleon þess; þessir Bónapartesmenn voru því nær allir bændur og sveitamenn og yfirgnæfðu hina flokkana. Ekki þókti Napóleon vel talaður á þínginu, sögðu menn hann gerði sér upp málhelti og heimsku; og sumir héldu að einmitt þetta hefði stoðað hann, er hann var kosinn til forseta (10. December 1848), því menn hugðust mundu geta ráðið við hann og farið með hann eptir geðþótta — svona fór líka Sixtus páfi að hinn fimmti: hann lézt vera örvasa og ellimóður og var einmitt þess vegna kosinn til páfa, af því kardínalarnir héldu að þeir mundu geta farið með haun eins og barn; en þegar búið var að kjósa hann, þá kastaði hann ellibelgnum og aldrei hefir neinn stjórnari verið harðvítugri né öflugri en hann var í öllum greinum. Cavaignac hershöfðíngi fékk rúma eina millíón atkvæða til forsetadæmis, en Napóleon meir en sex millíónir. Forsetinn hefir þar jafn mikið vald og konúngur eða keisari, og er einúngis nafns munur. Napóleon sór þá þjóðveldinu hollustueið og setti ráðgjafavald. Svo var til- ætlast, að forsetinn skyldi hafa valdið á hendi um fjögur 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.