Gefn - 01.01.1870, Síða 21

Gefn - 01.01.1870, Síða 21
21 kenníngu sína fyrir lögmæti stjórnarans eða stjórnarinnar og taki hann eða hana í ríkisfélag heimsálfu vorrar. J>etta var allt mjög dauft með Napóleon í fyrstu, fáar stjórnir vildu verða til að viðurkenna hann — menn voru ekki búnir að gleyma »fööurbróður« — og einkum amaðist Rússa- keisari við honum. Hvað sem mennnú segja um Napóleon, þá hefir hann ávallt sýnt þá hugarró og þolinmæði, að fáir munu taka honum fram í því, og fáir munu hafa meira þrek til að haga sér eptir kríngumstæðunum en hann. að láta undan í tíma og bogna en bresta ekki. J>ví erfði hann og ekki við Engla þá lúalegu aðferð þeirra við Napóleon enn fyrsta, þegar hann gekk einn á vald þeirra og hugði að þeim mundi farast við sig eins og mönnum, en þeir níddust á honum svo að það níðíngsverk þeirra er meira en öll níðíngsverk Starkaðar til samans og mun aldrei gleymast. Hann gerði því vináttu við Victoríu drottníngu og Engla og sameinaðist þeim til þess að klekkja á Rússan- um, 1853—1856; en orsök til þessa stríðs, sem kennt er við Krim, var ástand Tyrklands, er Rússland vildi skerða, og þóktust Englar eigi mega þola það sökum verzlunar og ýmissa stjórnarefna, svo þeirra var í rauninni þágan að fá styrk Napóleons, en ekki hans. Englar og Frakkar börðu á Rússanum og fengu hlaðið honum eptir harða þraut, og kom öllum saman um að lið Frakka bæri af öllum fyrir fræknleika sakir og herstjórnar og útbúnaðar. Ekki fór Napóleon sjálfur í þetta stríð, því leið var laung en margs að gæta heima, og »bús og barna«, því 30. Janúar 1853 hafði hann gipt sig Evgeníu og látið vígja hana undir keisarakrúnu, Eptir að búið var að heyja út stríðið, var friður saminn í Parísarborg (30. Marts 1856) og jókst Frakka- veldi eigi við hann að landareignum, en fékk það sem miklu meira var vert, en það var það álit og sá frami, sem Frakkaveldi hafði aldrei haft af að segja fiá því um daga Napóleons ens fyrsta, enda hafði keisarinn og stjórn hans ekki legið á liði sínu á meðan til að laga og styrkja öll r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.