Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 24

Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 24
24 orð var gert af. Stríði þessu var lokið á fám vikum og friðurinn saminn í Zurick 10. Nóvember 1859 eptir því samkomulagi, sem gert hafði verið í Villafranka llta Júli á undan á milli Jóseps Austurríki skeisara og Napóleons, réð Napóleon þar einn öllu. þannig hjálpaði Napóleon til þess að Ítalía varð konúngsríki, og lét Victor konúngur í liðskaup til Frakklands Savaju og Nissa (alls 278 □mílur með 1 millíón og 400,000 manna). Lið lét Napóleon sitja í Eómi til varnar páfanum, og þykir nú sem þaö hafi ekki verið sem viturlegast ráðið, en öllum kann yfir að sjást. (þjóðverjar bera Napóleoni verr söguna en vér, því þeim er illa við hann: þeir segja að 1831 hafi Napóleon unnið hræðilegan eið uppá það hann skyldi lifa og deyja fyrir frelsi og einíngu Ítalíu — en hvað var að því, þegar hann hélt eiðinn? þeir segja að í samkomunni í Villafranka hafi hann blekkt Jósep keisara með því að hóta honum Prússa- her, þó engin hæfa væri til; því í rauninni hafi Napóleon ekki verið fær um að berjast lengur ýmissa orsaka vegna, bæði sökum sjúkleika í hernum og annars — en »enginn er annars bróðir í leik« segjum vér). I Janúarmánuði 1858gerðu hermenn upphlaup í Mexíkó- ríki í Vesturheimi og komst þá til valda sá höfðíngi er Júarez heitir; var þar þá þjóðstjórn. Um alla tíð síðan Evrópumenn festu fót þar i landi hafði mjög illa staðið á þar; sífeld rán og gripdeildir og ólög, og allt gekkst við er síst skyldi; leiddi þar af að fjárhagur allur var L versta horfi, og þetta varð aptur orsök þess, að þjóðráðið þar samþykkti að misbjóða skyldi mönnum á þá leið, að Mexíkó skyldi eigi gjalda neinar skuldir til útlanda um tvö ár. þetta létu menn sér eigi lynda, sem ekki var von, og tóku sig þá saman Spánn, Frakkland og England og sendu lið 1862 yfir til Mexikó, til þess að gánga eptir réttarkröfum manna. En þetta fór á nokkuð undarlegan hátt. Hers- höfðíngi sá er Almonte hét, útlagi úr Mexíkó, hafði dvalið um hríð í Frakklandi, og kom hann nú aptur til Mexíkó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.