Gefn - 01.01.1870, Side 32

Gefn - 01.01.1870, Side 32
32 er við þær komið, þá sprínga þær í lopt upp og rífa allt upp sem í nánd er. þetta var mjög við haft í Ameríku- stríðinu 1861 og Danir höfðu það í Álseyjarsundi 1864. Takmörkum Frakklands að norðanverðu er svo varið, að þar er engin greinileg deilíng af náttúrunni gerð, hvorki með ám né ijöllum; er þar til helmíngs sléttlendi en hinn helmíngurinn fjalllendi, sá er til austurs veit; eru þar kast- alar margir í nánd við landamærin og sumir svo sterkir að menn hyggja þá eigi með vopnum vinnandi, því þeir eru eigi annað en klettur einn og básar og byrgi höggvin í og út búin til manna vistar, og vinna þar á engin skot. Austast í þessum hluta í'rakklands liggja Yasgáfjöll í norður ogsuður og eru þar leyni mörg og víða gott til vígis; þar fyriv austan rennur Rín og skilur Frakkland og þjóðverjalaud; dalur sá er hún rennur um er víðfrægur fyrir fegurð og frjósemi og alsettur blómreitum, víngörðum og engjum; bygði hann auðug og farsæl þjóð. f>ar nálægt Rín er Strass- borg (Strætaborg; Stransborg í fornum ritum vorum), mikil og sterk borg og kölluð lykill að Frakklandi þeim megin. — þegar er styrjöldin hófst, var ógrynni landabréfa haft á boðstólum um öll lönd, til þess menn mætti fylgja gángi atburðanna; var því nær enginn bær skrifaður áFrakkland, en fullt af örnefnum á þjóðverjalandi, því allir bjuggust við að þar mundi verða eitthvað sögulegt. Napóleon ætlaði sér sjálfum æðsta hervaldið, eins og í Ítalíustríðinu forðum, en nú voni tólf ár síðan og keisarinn farinn að eldast og orðinn heilsutæpur; en það svndi hann að hvorki vantaði hann hug né sálarstyrk. Hann setti Bv- geníu drottníngu fyrir ríkið á meðan hann væri á burtu, og skyldi ríkisráð stjórna ásamt með henni; son sinn fjórt- án vetra gamlan lét hann fylgja sér. Ók keisarinn út úr Parísarborg með mikilli viðhöfn og dýrð, umkríngdur af allri liirð sinni, stoltum herrum og sterkum riddurum af gulli glóaudi og stáli stirnandi, eu gleðihljóð og heillaóp hljóm- uðu svo bæði himin og jörð kváðu við; mannþyrpíngin stóð

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.