Gefn - 01.01.1870, Page 48
48
og hvergi stendur við, en augað þreytist,
því euga hvíld það sér, en alltaf breytist
ógurleg blæja kríngum hnatta sveim.
J>inn er það andi, alheims drottinn hár,
5 sem andar sí og æ í skýjadrögum,
og eilífðar þeim eptir stjórnar lögum!
Alheimsins fyrir þér æ bylgjar sjár!
f>ú sveiflar hönd, og tímans gullnu tár
tindrandi hríngast gegnum djúpið víða,
10 og nið’r á meginlilju falla fríða,
sem fögur sól og daggarljóminn blár.
*
* *
Euginn mér svarar, en þótt spyrji jeg,
enginn mig leiðir fram um þennan veg!
Arago, þú sem eðli ljóss namst kanna!
15 og Argelander, Bessel, Herschel, þér
sem tölu fyllið heimsins mestu manna,
af meginkynngi tölduð stjarna her —
þ>ú Kopernikus, og þú, Kepler frægi,
sem kenduð lög í dökkum heimsins ægi:
20 þér sáuð margt, en sáuð ei hvað var
Sebaots ráð, er skóp hann stjörnurnar.
Hve margur andi ólmur gegnum þaut
undursamlega, þúnga vizkubraut,
sem rudduð þér í römum berserksmóði:
25 rúnirnar standa; samt þær enginn má
skilja og þýða — girtar Fornjóts flóði
til foldar niður þær af himni gá.
þögular æ um uppheims braut þær stika,
og aldrei blikna fyrir grárri tíð,