Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 52
52
þar hlær við dránga boðinn silfurgrái;
hverr minnsti geisli — hvort sem blikar hann
um himinláð og víða sólar-bauga,
í dögg á lilju, eða frið hann fann
5 í fögru djúpi í bláu meyjar auga;
hvert minnsta kvak, sem fuglinn smái sýngur,
og saklaust hjalið ómálgans af vör;
hvert tár, sem fellir viltur vesælíngur,
er vonzka heimsins kvelur æskufjör;
10 og þruman ólm, sem eptir hömrum brunar,
og orgels brim, sem þýngir helgan saung:
og sigurhljóð, sem hetjum dreyrgum dunar,
og dauðans org urn lífsins furðugaung;
sólvakinu hreimur, heimsins fram í djúpi,
15 og hljómur svana, skýjum undir blám;
miðnætur gnýr, sem dunar draugs í hjúpi
á döpru leiði í feigðarskugga grám;
kvöldrisinn blær, sem kirkjuhlerum fúnum
með kaldri strýkur vetrarhríða mund,
20 og fallna blæs um súlu, setta rúnum,
er sigurherrans fyrrum prýddi grund;
ástfagurt hljóð af ítrum svanna munni;
orðsnild og mælska, vina gleði-tal;
og dýrðar-hreimur hörpusaungs af brunni,
25 sem hljómar skært í björtum veizlusal,
hjörtun, sem vöku í og svefni slá,
sorgmædd og glöð, og stunurnar, sem líða
ógæfusömu hjarta fángans frá,
sem fornrar minnist gæfu og betri tíða;
30 og harmahljóð, er stynur meyjan mær,