Gefn - 01.01.1870, Síða 56
56
frá fræjum smám, þar fagurlimi grær,
er frjóvgast vel, og verða stórir meiðir;
frá minnsta hnetti að mestu himinsunnu —
því meginstraumar þeir um heiminn runnu:
5 eins stígum vér af myrkum moldar beð,
frá minnsta hlut, sem augað fær ei séð,
í gegnum list að ljóssins vizkusal,
þar lifir sá, er allt í engu fal.
Af litlum vísi fram til mikils frama
10 furðuleg æðir mannkynsandans hrönn:
svo hríð ei mætti veikan líkam lama,
hann lítið bygði kot, og gróf út fönn;
í helli flúði, þegar þruman dundi,
og þá hann vildi kanna nána ey,
15 hann svamm á tré á mjóu marar sundi,
og meiður sá var honum nytsamt fley —
*
* *
Náttúran kendi kynjanæmum anda
að kljúfa sollið tilverunnar haf,
með ótal myndum, sem um aldur standa,
20 eilífðar vald í mannsins hönd hún gaf.
Tindarnir rísa hátt að himinskýjum,
hamrarnir gnæfa fram við djúpan sjá,
og ótal klettar eilíflega nýjum
afbrigðum klofna fjarrum heiðum á; —
25 málarinn skrifar mynd um lángar stundir,
mæðist og svitnar — listin er svo þúng! —
Eitt augnablik — og guð um svella-grundir
goluna lætur mynda frostblóm úng!
Og ótal rúnir, eins og furðusalir,
'A