Gefn - 01.01.1870, Side 58

Gefn - 01.01.1870, Side 58
58 Víst eru loksins Hannos horfnar stundir, hafið er kúgað listaveldið undir. * * * Hverr vakti saunginn? Sá sem áður lét sólvörmum anda vatnaflötinn hrærast 5 um rökkurstund, er rós hjá lilju grét, og reynilauf í vindi hlaut að bærast; — í reiðnrþrumu háum himingný er hamrabeltin lystur slögum þúngum og fyrir eldi klofnar skruggu-ský 10 og skellur hljóð á sæ og jökulbúngum; — í íjalla dal, um haust, er vindur bvín, og hljómar dimmt í visnum birkigreinum; við ægisand, þar bylgjan gráa gin, og glymur hátt að köldum unnarsteinum; 15 í sjávarhömrum, þar sem heyrist hljóð af hörpum, sem að engir snerta fíngur; í barka fuglsins, sem með ýmsum óð óafvitandi »lofið Drottinn« sýngur; þar liggur rót til þýðra gígju-hljóma, 20 þaðau er runnið Paganinis mál; þar lærði Mozart fyrst, að festa dóma með fagri list, er töfrar líf og sál; þaðan er runninn helgur orgels eymur, og allur saungsins furðulegi heimur! * * * 25 Og mynda fjöld, sem foldu víðri á í feikna röðum undarlegum stendur, þú vekur mönnum ljúfa laungun hjá líkíng að gera, meðan vinnast hendur:

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.