Gefn - 01.01.1870, Síða 59
59
því morgunsólin rís í rauðu skini,
roðanum slær á mörk og fjalla tind;
deyjandi ljónið blóði gýs úr giui,
grátandi bnígur blóm í köldum vind’:
5 og meyjan f'ölnar fríð við brjóst á vini,
fagurt er tár, en blóðug ástar lind;
en önnur standa, undin fögrum blóma,
og una sér við lífsins gleðihljóma:
þettað og ótal annað fleira kendi
10 Apelles’ fyr, og stýrði Zevxis’ hendi;
í sjónar heimi hvílir skriptar rót
þar hverfa saman lífs og dauðans fljót;
J>orvaldar niðji þaðan nam sinn anda,
þar lærði Fidías sína guðdómsment,
15 og ótal margir, sem um aldir standa
sem eilíf blys um sögutjaldið spennt.
*
* *
J>ví er ei nóg að vekja hörpu-hljóm,
og höggva mynd úr ljósum jarðar beinum
og mislitt saman leggja litar hjóm,
20 sem lystur augað — þóknast ekki neinum.
J>á hýrnar sál, er hugurinn þángað snýr,
sem heimsins faðir sjálfur er og býr;
hún veit það glöggt, að líf í andans eldi
ósýnilegt er komið frá hans veldi. —
25 Sem himinblær um hvítar rósir fer,
og hreifir lauf, svo döggvar tærar glóa,
en frá þeim ilmur ljúfur lyptir sér,
og leggur út um mörk og aldinskóga:
eins andar drottinn hár á rnynd og mæran klið,