Gefn - 01.01.1870, Page 70

Gefn - 01.01.1870, Page 70
70 flugmögnuðu sólhnöttum til hins ininnsta daggardropa sem á grasinu glóir. v. 14—19. Arago (f 1853 í París) hefur unniðmikið að ljósfræðinni; meðal annars hefur hann fundið upp verk- færi, sem synir, hvort eiu stjarna hefur ljós sitt af sjálfri sér (o: hvert hún er sól) eða hún hefur það af öðrum hnött- um (Polariscop); því sjálfskínandi Ijós er öðruvísi en endur- skinið ljós. Argelander hefur gert mikið að að telja stjörnur (Stern-Aichungen); Bessel hefur meðal anuars skýrt fjarlægð stjarna. Herschel, Kopernikus og Kepler þekkja allir. v. 26. Fornjóts flóð =jötuns flóð = Chaos eða him- ingeimurinn, sem menn eiginlega ekki geta gert sér neina hugmynd um, þó menn hafi hann alltaf fyrir augunum. Bls. 49. v. 1. jöfnum blossum, o: alltaf jafn björtum. v. 6. leiðarsödd = sem búin er að fá nóg af að rýna eptir eðli hlutanna. v. 11 sqq. hér þreytist andinn og getur ekki lengur haldið sér ósvimuðum úti í rúminu; þess vegna heyrist og að hann er á jörðunui (o: í líkamanum), og hlutföll hennar fá aptur yfirhönd yfir geiminum. [>essi kafli er milliliður á milli alheimsskoðunarinnar og á milli listarinnar, sem raunar er andleg, en þó bundin við líkamleg hlutföll, af því vér erum menn. v. 13. 14. orðin slær og suðar eruhérhöfð persónu- laus (impersonaliter); og subjectið í slær er ekkert, (ekki máninn; sem heldur hefði ekki getað átt við suðar). Bls. 50. v. 1. þrennur funi sólarheima. Sérhver sól er sólarheimur, því eins og menn kalla jörðina heim (og sólarheim, at því sólarljósið skín á hana), eins má og kalla hverja sól sólarheim. [>essi orð eru höfð af því belti og sverð Oríonsmerkisins myndast hvort um sig af

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.