Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 71
71
þremur stjörnum, sem menn sjá með berum augum (íjósa
konur og fjósa karlar; og óteljandi sæg af stjörnum sem
ekki sjást nema í kíkirum).
v. 18. Bernardin St. Pierre (semgerðihinafallegu
frásögu um Pál og Virginíu) segir frá jarðarberjagrasi,
sem bann sat við í tuttugu daga og skammaðist sín loksins
fyrir lítilleika sjálfs sín. J>etta er mjög náttúrlegt; menn
hafa heilar bækur, sem eru ritaðar um eina einustu jurt eða
smákvikiudi, sem menn bafaverið að rannsakaárum saman,
og eru fió ekki búnir að tæma það.
v. 26. Æfin er stutt, en listin 1 aung — ars
longa, vita brevis.
Bls. 51.
v. 9. tvístillíng ólm í tilverunnar draum’.
J>essi tvístillíng er hin margraddaða samhljóðan og sam-
verkan náttúrunnar og andans, því þetta tvennt gerir
tilveruna. J>etta hneigir sig að þeirri líkíngu, sem gefin
er á bls. 51. v. 18—19; og á. bls. 53. v. 4, því menn geta
ímyndað sér alla tilveruna eins og furðulegt hljóðfæri sem
leikur lífshijóminn fyrir guði.
Bls. 52.
v. 14. sólvakinu hreimur. J>að kemur optar en
hér fyrir hjá mér hneigíng til meiníngar um hljóð (hreim)
í himindjúpinu, sem ætti að koma af sveiflan hnattanna.
Fyrrum gerðu menn sér miklar hugmyndir um þessa »mu-
sicam sphaerarum« eða »harmoniam coelestem«, sem kölluð
var, og það er mjög gömul hugmynd og fögur, og sýnist
hún vera eðlileg eða frumleg hugmynd skálda. Vér finnum
hana þegar í Jobs bók 38 cap., 7. v.: »þegar morgunstjörn-
urnar súngu saman«; Pythagoras kendi hana og þaðan
komst hún víða, bæði til Platons og Cicerós; Aristóteles
trúði henni ekki, en Kepler vildi endurnýja hana; Ólafur
hvítaskáld nefnir hana og eptir kenníngum griskra heim-