Gefn - 01.07.1872, Page 1

Gefn - 01.07.1872, Page 1
EDDA. Sæmundur fróði. Sæmundar-Edda. I. Urn miðbik Asíu þykjast menn fullvissir að sú þjóð haíi átt lieimkynni, sem frá eru komnir málflokkar Norðurálf- unnar þeir er með einu nafni kallast enar arisku túngur. J>essi frumþjóð nefndist Arya, sem merkir tignarmenn, og átti heima í íran,1) sem ritníngin kallar »Eden«; nú er hún horfin sem frumþjóð, en afspríngur hennar hefir dreifst út um allan heim, og upprunalega í tvær áttir eða tvo strauma: norðvestur-straum og suðaustur-straum. Hinn fyrrnefndi þjóðstraumur innifelur fyrst í Asíu sjálfri írana eða Persa; og svo lángflesta Norðurálfumenn, sem aptur deilast í fimm aðalflokka, sem eru þessir: 1) Grikkir (á Grikklandi, Tyrk- *) Ekki það sem nú heitir Iran, heldur Armenía; enar fjórar ár í Eden, sem ritníngin nefnir, eru Frat, Hiddekel, Gihon og Pison, sem svara til Evfrat, Tigris, Araxes og Halys, sem allar spretta upp í Armeníu og renna i ýmsar áttir. Gihon segir ritníngin að hafi runnið í kríngum landið Kusch, en svo nefnist Georgía enn í dag, þó menn hafi þráfaldlega sagt að það vœri Egiptaiand. Armeniskir rithöfundar og ebreskir kalla Araxes líka Gihon. Pison rann í kríngum landið Havila, það er land Kalybanna, sem var auðugt að ýmsum málmum. A þessum stöðvum lá hið upprunalega Arya-land, Airyana eða Eden, og þannig kemur þetta náttúrlega heim við ritnínguna; en hún er öll miklu ýngri en ritmerki og trú Egiptalands. 1

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.