Gefn - 01.07.1872, Page 2

Gefn - 01.07.1872, Page 2
2 landi, í Litlu Asíu og í kríngum Miðjarðarhaiið); 2) Róma- nar (Italir, Frakkar, Spányerjar og Portúgalar); 3) Germanar (pjóðverjar, Englar og »Norðurlandamenn«); 4) Slavar eða Vindur (Rússar, Pólenar og fl.); 5) Keltar (Skotar, Irar, Bretar). Fjöldi maDna af öllum þessnm fimm flokkum hefir flutst yfir í hinar heimsálfurnar, einkum til Ameríku og Indíalands. Suðaustur-straumur Aryamannanna fluttist til uorðurhluta Indíalands, og þar kom frá þeim túnga sú er Sanskrit heitir og meinast að standa næst máli frumþjóðarinnar eður Aryanna sjálfra, sem allar enar arisku túngur eru ættaðar frá. J>egar menn þess vegna heimfæra orð til Sanskrit-máls, þá gera menn það til þess, að reyna að komast eptir enni upprunalegu merkíngu orðanna; því til eru mörg orð, sem vér ekkert vitum hvað þýða, þó vér höfum þau daglega í munni. Samt meina menn ekki, að orðin sé komin af Sanskrit; heldur vísa menn til þessa máls, af því það kemst frummálinu næst, sem nú er tapað: lengra komast menn ekki (Sbr. 5. bls. hér á eptir). Send heitir og afar-gamalt mál af enum ariska flokki; það nefnist og baktriska og mediska; á því er rituð bók Zoroasters, er Send-Avesta heitir; nær hann hafi uppi verið, vita menn ekki; en Send er álitið eldra en það mál sem ritað er með fleigletri á persneskar fornleifar og sem talað var og ritað á dögum Xerxes og Daríusar. Sanskrit segja menn að hafi »dáið út« tveim eða þrem hundruð árum fyrirKrists daga; það hefir því verið í blóma á dögum Davíðs og Salómons, hérumbil þúsund árum fyrir Krist. Á þessu máli eru ritaðar margar merkilegar bækur ýmislegs innihalds, lofsaungvar og kvæði; nú er það ekki talað eða ritað nema af Bramínum eða hofgoðum Inda, og lætur mörgum þeirra betur að tala og rita á því máli en á enum lifandi túngum þjóðarinnar. Elstu Sanskrit-bækur eru trúarlegs efnis og nefnast Veda- bækur; á þeim er fornara mál en á hinum, þær eru fjórar að tölu og torskildar mjög. Ymsum fræðimönnum hefir dottið í hug að »Veda« sé sama orðið og »Edda«; veda

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.