Gefn - 01.07.1872, Side 3

Gefn - 01.07.1872, Side 3
3 merkir skáldskap og vísindi. Orðið »Edda« hefir lengi hlotið að vera til, þó það ekki komi fyrir fyrr en hjá Is- lendíngum á 14. öld. Móðir »þræla«-ættar heitir Edda í Rígsmálum; og Edda heitir dóttir Háreks Bjarmakonúngs, sama sem Iðunn og Eðný. Suðaustur-straumur Aryanna kallaði því vísindin »veda«, en norðvestur-straumurinn sagði »Edda«. Bæði þessi orð hljóta því eptir þessari skoðan að vera komin af enni sömu rót í enu ariska frummáli, og þau eru eitt af enum ótal dæmum, sem bera vitni um uppruna og skyldleika túngn- anna og þjóðanna. Vér getum séð og fundið, að allt ætterni vort er austanað; og þetta sannast ekki einúngis af sögum rithöfundanna, hvort heldur þær standa í biblíunni eða annarstaðar, heldur af málunum sjálfum. Vér getum rakið fjölda orða og nafna í einlægum straumi, þó þau hafi breytst og ummyndast á enni laungu þjóðferð, sem þurfti margar aldir til að komast í kríng. þegar í enum fornu ritum vorum finnum vér, og það var kunnugt öllum enum eldri fræðimönnum og skáldum, að Æsir höfðu »túnguna« með sér norður í heim — hver er þessi túnga? Sturlaugs- saga byrjar á þessum orðum: »Allir menn, þeir sem sann- fróðir eru . . ., vita, at Tyrkir ok Asíamenn bygðu Norðr- lönd, hófst þá túnga sú, er síðan dreifðist um öll lönd«. Snorri segir svo: »ok þeir Æsir hafa haft túnguna norðr híngat í heim, í Noreg ok Svíþjóð, í Danmörk ok Saxland«: »túngan« merkir hér þann ariska málflokk, sem einkum og sér í lagi nefnist germanskur, það sjáum vér á landanöfn- unum; keltneska er hinn elsti ariski málflokkur, og svo frábrugðinn, að Snorri hefir álitið hann óskyldan, eins og ráða má af orðum hans: »Ok í Englandi eru forn lands- heiti eða staða heiti, þau er skilja má at af annarri túngu eru gefin, en þessi« (Form. fyrir Gylfaginníngu). Annars sýna þessi orð, hversu skarpvitur Snorri hefir verið; eins og hann líka hefir lýst leið túngunnar svo vel, að það er hvergi betur gert: »Fór hann (Oðinn) fyrst vestr í 1*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.