Gefn - 01.07.1872, Page 4
4
Garðaríki, ok þá suðr í Saxland . . . þá fór hann norðr til
sjáfar« (Ynglíngasaga 5). þó mega menn ekki álíta þetta
svo sem nægilega lýsíngu; en hún tekur öllu fram sem í
þá daga var ritað, og ber með ser sögulegan skarpleik og
djúpa hugsun.
|>ó Snorri komist svo að orði, að hann virðist að álíta,
að ein túnga hafi verið sameiginleg þessum löndum, eða
þó hann líka geti skilist svo, sem hann tali um hinn
germanska málflokk yfir höfuð, sem aptur greinist í fleiri
tegundir eða túngur, þá meinar hann nú samt eiginlega
»norrænu« eða íslendsku með »túngu« Asanna. Að Æsir
sé sama sem Aryar, þar á getur enginn vafi leikið; en hvar
þessi Asa-túnga hafi myndast til þeirrar lögunar, • sem vér
þekkjum af kvæðum vorum og sögum, það vitum vér ekki;
skynsamlegast virðist það að vera, að hún ekki hafi myndast
í einu landi, heldur að hún hafi verið á sífeldri myndunar-
ferð allt í frá upphafi vega sinna um margar aldir. Mörg
nöfn minna á, hvar þessi þjóð hafi setið, og leifar hennar
eru sumstaðar enn; teljum vér þar fyrst nafnið Ari, sem
er eins á sanskrit og á íslendsku, en misjafnt að merkíngu:
á sanskrit merkir það hússföður, en í norrænu máli er það
örn ogOðinn: örninn er æðstur fugla og Oðinn æðsturAsa,
þess vegna báðir feður og hússfeður, »höfuð ættarinnar« og
höfðíngjar; Asía er eiginlega ekki öll austurálfa heimsins,
heldur einúngis lítill hluti hennar, þar sem ein grein
Aryanna settist að; Asæi hét þjóð við Volga á annari öld
eptir Kríst; Ossetar eru enn þjóð á Kákasusfjöllum og
náskyld Persum. Arya-nafnið geymist og í ýmsum orðum
sem byrja á Ar-: Armenia Aran o. s. fr. Samt ber þess
að geta, að atkvæðið ar er líka semítiskt, og merkir þar
»fjall«; en jafnvel þó vant sé að stía enum arisku og enum
semítisku málum mjög sundur, þá getur enginn svarið fyrir
að þetta eigi ekki líka hér við (»ari« merkir þá fjallafugl,
o; örn); að minnsta kosti er það víst, að allar þjóðir heims-
ins eru skyldar, þess vegna líka allar túngur. Sumir heim-