Gefn - 01.07.1872, Page 10

Gefn - 01.07.1872, Page 10
10 sönnuð síðan með ótal samanburðum; þar á móti er það öldúngis rángt, að leggja siðferðislega þýðingu í edduna — ekki að nefna þá sem álíta allt þess konar sem upprunalegt og jafnvel kristilegt. Engu að s'tður má bæta mörgu við, sem Finnur hefir ekki farið út í, og setjum ver því hér nokkrar nýjar samlíkíngar til dæmis. |>ess er og gætandi, að nú er miklu hægra að rýna eptir málum austurlanda, trú og siðum, en þegar Finnur ritaði, því þessum vísindum hefir farið svo óðum fram, einkum fyrir krapt Engla og þjóðvevja. Eins og við er að búast, þá eru það nöfnin (málið, orðin), sem allt er hér bygt á; vér sjáum að nöfnin hafa flutst austan að og vestur og norður eptir — mörg hver svo lítið breytt, að þau eru skjótt þekkjanleg. En þó þau kunni að hafa haldið mynd sinui alveg eða nokkurn veginn, þá hafa þau opt fengið aðra þvðíngu, með fram af því, að þegar þjóðirnar námu nöfn, sem þær ekki skildu, þá breyttu þær nafninu og löguðu það í hendi sér einmitt til þess að geta lagt í það einhverja þýðíngu eptir sínu eigin máli (eins og til að mynda »Tjarnaglófi« úr Czernoglaw, »Noregr« o: Norðrvegr úr Njarg), án þess sú breytíng verði heimfærð til nokkurra málslegra laga. Sem dæmi upp á merkíngarbreytíngu má nefna »Prometheus«, sem hjáGrikkjum fékk þýðínguna »forvitri«; og sem mótsetníng til þessa nafns með þessari ránglega ímvnduðu afleiðíngu myndaðist nafnið »Epimetheus«; en menn álíta nú, að Prometheus alls ekki geti verið upprunalega griskt nafn, heldur líkja sumir því við sanskr. pramátha. sem merkir þann sem hrífur til sín (Prometheus hreif til sín eldinn og gaf hann mönnunum); en sumir láta það vera skylt egiptsku orði Menth, Mendes, skapandi guð (eins og Prometheus var). Hamlikíngarnar geta líka verið bygðar á likum hlutföllum, atburðum, verkum og eiginlegleikum, þó orðin og nöfnin sé ólík og óskyld: dæmi þess höfum vér áður nefnt, þar sem Qrvar Oddur og Herkúles eru sólarguðir, því þeir eru báðir víðfórulir, vopn- aðir með boga og kylfu, og síðan brendir — en sögurnar

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.