Gefn - 01.07.1872, Page 13
13
segja að herra ens skapaða (prajapati) hafi hafið upp jörðina
í galtarlíki, en gölturinn (Gullinbursti) var eign Frevs og
Freyju; ör heitir »freys-gögn«, sem líka sýnir að hann er
sólarguð, eins og Edda annars segir með berum orðum. I
Eddu er J>órr kallaður Eindriði, Einriði (sama nafnið
og mannsnafnið Indriði hjá oss), og að þetta sé sama nafnið
og Indra, æðsti himnaguð Inda, hefir Finnur þegar fundið
(í eddufræðinni I, 365); en bæði er það, að þetta fórsnafn
kemur sjaldan fyrir hjá oss, enda hefir enginn eddufróður
maður tekið eptir því nema Finnur (eg gat um það í Gefn
II. 2, 60 ath. 1; eg fann það þá af sjálfum mér, en vissi
þá ekki af því hjá Finui); »Einherjar« verður heldur ekki
leitt af »norrænni« rót, af hverju svo sem það er; það gæti
verit skylt anarata hvíldarlaus, af rit að berjast, eða
rótinni jan að fæða. Æsir kallast ballriðar, og Högni
»ballriði«; það er á sanskr. balarati, sem er Indra, óvinur
óvættar þeirrar er Bala heitir; Beli heitir sá sem Freyr
berst víd (Belja-dólgr). Heiðrún er á sanskr. annaðhvort
arjuna sól, eða harina, sem merkir bæði sól og geit
(vagn sólarinnar heitir annars á sanskr. aruna); Heiðrún
er sólin, og mjólkin úr henni er sólarinnar lífgandi og
nærandi geisla-flóð sem drykkjar og seður Einherjana, sem
merkja líf jarðarinnar, sem deyr og lifnar aptur án afláts:
það fellur til þess að hefja ávallt aptur hið eilífa Hjaðn-
íngavíg sem því var skapað í öndverðu. Valhöll merkir
himinbogann, á sanskr. annaðhvoi’t vahala sterkur, sá sem
getur borið (því himininn ber sólina [Heiðrúnu, sem stendur
á Yalhöll] og öll himintúnglin og allt sem er), eða þá af
rót. vri að hylja, kríngja (því himininn lykur og umkríngir
allt); sóliu (Heiðrún) stendur á himninum (Valhöll) ognærist
af tré því er Leraðr heitir, á sanskr. lehya, goðafæða, því
sólin, sem guðdómleg vera, hugsast lifandi á ódáinsfæðu úr
»himinblámans fagurtæru lind«, og í Indatrú heitir hún »sá
himneski drvkkjumaður«, »divyapayu«, divinus potor). Rígr
merkir gáuganda, vegfaranda; á sanskr. er ri að gánga (ire)