Gefn - 01.07.1872, Side 18
18
undan allri sögu, laungu á undan stofnan Norðmannarikjanna
af Rúrik eða Hræreki, sem ekki var uppi fyrr en á níundu
öld (hafi hann nokkurn tíma verið til); Norðmenn eða
»Varegar« (Væríngjar) komu þar alls ekki til nýrra landa,
heldur til enna fornu átthaga sinna; og þegar annála-
ritararnir Ljutprand og Ademar segja, að Russi og Nord-
manni sé hið sama, þá er það miklu yfirgripsmeira en svo,
að það nái einúngis til tímabilsins frá Hræreki. Norðmenn
era ekki sprottnir upp í Noregi eins og gorkúlur, heldur
eru þeir uppranalega austræn þjóð með austrænni trú, þó
hún hafi margvíslega breytst frá enni upphaflegu mynd sinni.
Sæmundar-Edda hefir verið eignuð Sæmundi fróða svo
lengi sem menn framast muna, og bæði Brynjólfur Sveinsson,
þormóður Torfason, Árni Magnússon og Björn á Skarðsá
hlutu að vita það betur en nokkurr enna ýngri manna.
Páll Vídalín nefnir og »Sæmundar-Eddu« hvað eptir annað
í skýringum lögbókarinnar; og eins og enginn getur saunað,
að hann hafi tekið það upp eptir Brynjólfi, sem fyrstur á
að hafa ritað þetta nafn á bókina, eins getur heldur enginn
sannað, að Brynjólfur hafi fundið upp á því af sjálfum sér.
Að breyta nafni bókar þessarar er því eins óleyfilegt eins
og að breyta nöfnum manna: menn vita þá ekkert um hvað
verið er að tala, þar sem allir kannast við það nafn sem
aldirnar hafa helgað og staðfest. Að Snorri aldrei nefnir
»Sæmundar-Eddu«, sannar ekki hið minnsta; hann gat eins
þekt hana eins og vér þekkjum ótal bækur sem vér ekki
nefnum. Vér nefnum ekki einusinni sjálfir »Sæmundar-
Eddu«, heldur hverja kviðu út af fyrir sig, þegar vér vísum
til þessara kvæða, og enginn getur þó neitað því, að vér
þekkjum »Sæmundar-Eddu«. Vér vitum ekkert um hvort
þetta nafn hafi verið til á dögum Snorra eða ekki, og það
er allt eins líklegt að það hafi þá þegar verið til, eins og
að það hafi ekki verið til. Snorri hefir hlotið að hafa
fengið þessar kviður eins og önnur kvæði einmitt frá Odda,
ásamt með hinum öðrum bókum Sæmundar. Enginn leyfir