Gefn - 01.07.1872, Page 37

Gefn - 01.07.1872, Page 37
37 Dökkum í dúk drósin er mjúk, því úngfrú hún æ vildi verða. Hún tekur á móti tiggja fjöld sem tyrfíng í blóði nam herða. »Biðli mínum eg reisi raun« ræða nam lindin veiga, »megi hann sigra, þá má hann í laun mig eiga«. Heyra það menn vildu mega. Mælti þá fljóð: »Faðir minn stóð á hengifluginu háa — horfði í djúpið af hamra brún - í heljar-dimmuna gráa. Svima þá hart yfir siklíng dró, hann snaraðist bráðlega niður. marðist og ferlegum dauða dó við skriður — hræðist það enginn af yður?« »Hönd mína fær hverr sá er þær ríður um raunanna leiðir, og óhræddur hleypir um hættan veg, þar Helja faðminn sinn breiðir. Einum þeim, sem að kemst þar í kríng kossa og hönd mun eg veita; einum þeim bvð eg minn brúðarhríng og heita ást, ef að það má hann þreyta.« J>agnaði fljóð, þegjandi stóð; þegjandi fírar burt fóru. — Margur kom síðan, og fljóðs vildi fá, en flúði hættuna stóru.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.