Gefn - 01.07.1872, Side 40

Gefn - 01.07.1872, Side 40
40 Og svo gekk blakkuriun brúninni á, bifaðist hvorki né stundi: þá veltist einn smásteinn fætinum frá — hann hrundi, en hlátur í djúpinu dundi. Andvana hneig hauðurs á teig mærin, og mátti ei lifa; borinn var dauðvona svanui í sæng, sorg mundi hjartanu bifa. Hrestist þó loks eptir harða þraut hrundin, og sorg nam að ryðja; þá komu bræður þrir um braut að biðja hennar, og hörð var sú iðja. »Enginn það fær« annsaði mær, og sorgbitin særði þá tárum. »Einn er nú horfinn í hyldýpis nótt, og hefir mig orpið sárura; takið þér allan auð sem eg á! á eg þá gjörvallt að deyða? hættið, og snúið heldur frá en skeiða helfarar brautina breiða.« »Haldið því heim heldur með seim« sagði’ hún og seig niðr á foldu; og þá var hún fegri með titrandi tár en tindrandi döggin á moldu. »Yér erum allir af einni rót« annsaði hverr hinna þriggja, »ver komum híngað að vinna þig, snót, en þiggja dauðann, má hetjur ei hryggja.*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.