Gefn - 01.07.1872, Page 48
48
Um hagi íslands.
Mavgt úr ritgjörð vorri um »frelsi menntun og framför«
hefir nú ekki alls fyrir laungu komið á prent í fjóðólfi, þó
höfundurinn ekki sé svo æriegur að segja hvaðan hann hafi
tekið hugmvndir sínar. þjóðólfur lætur nú svo lítið að
taka við þessum hugsunum, sem honum þóknaðist að kalla
»pólitisk poetisk ærsl og skrípalæti«, á meðan enginn þorði
að kveða uppúr með þær nema vér; en nú, þegar einhverr
af hans »útvöldum kerum« verður til að sjóða sinn vatns-
graut upp úrvorum töðugjaldagraut, þá er allt gott; þá fer
þjóðólfur loksins að verða »fornúftugur« á sínum elli-árum,
og stendur nú frammi fyrir publieo á svörtum kjól með
dökkgræna regnhlíf í hægri hendinni, en með snjóhvítan
snítuklút í vinstri hendinni til þess að þurka skallann með
og veifa enu pólitiska moldryki frá hinum glansandi pípuhatti,
sem nú prýðir herra ritstjórans höfuð svo sem ein lífsins
kóróna honum gefin þegar í þessu lífi fyrir einstakan dugnað
og framtakssemi.
Af því þjóðólfur þannig hetir hlaupið undir bagga með
oss til þess að brýna fyrir mönnum, að það mundi hafa
orðið þægilegra fyrir oss, ef alþíngið hefði tekið lög stjórn-
arinnar til greina og fallist á þau af frjálsum vilja, þá
þarf hér ekki að fara mörgum orðum um þenna hlut. Á
því getur enginn efi leikið, að eins og stjórnin á að vera