Gefn - 01.07.1872, Qupperneq 52
52
menn mega vera búnir að sjá, að þau koma aldrei á þann
hátt sem um hefh verið talað, nefnilega þannig, að Danir
gjaldi íslandi stór fé, hvort það heldur er kallað skuld eða
annars konar árgjald. Yér höfum hér að framan minnst á
hversu lángt árgjaldið hrökkvi, sem nú er fengið: en ein-
mitt það sein gera þarf, og sem ekki verður gert fvrir ár-
gjaldið, það verða Íslendíngar að leggja á sig af eigin
ramleik, eins og allaraðrar þjóðir; sá styrkur, sem í öðrum
löndum er veittur þar til af stjórnunum, er í rauninni
þjóðanna eigið fé: það eru þeir skattar sem þjóðirnar leggja
sjálfar á sig sjálfum sér í hag; og það hjálpar ekki, að skoða
hvern skatt svo sem þrælslegar álögur og þvíngun, heldur
eru þetta þvert á móti frjáls samskot þjóðarinnar til sam-
eiginlegrar velmegunar og framfara. f>ess vegna hlýtur sú
trú og tilfinning að gánga eins og lifandi straumur í gegnum
alla alþýðu, að hverr og einn einstakur maður geri sitt til
þess að komast á fram á einhvern hátt, og skorist því ekki
undan eða kveinki sér við að leggja til almennra þarfa.
Baráttan fyrir verzlunarfrelsinu var af sumum álitin
sem upphlaup; menn þóktust ekki sjá annað en að allt
ríkið væri á förum, ef Island fengi verzlunarfrelsi. þ>essar
raddir eru síðan þagnaðar; en sjálfir landsmenn,- sem skildu
vel hversu áríðandi þetta mál væri fyrir oss, þótt árángur
þess yrði lítill um stund, töluðu þá um verzlunarfrelsið svo
sem undirstöðu til alls frelsis vors og sögðu að morgun-
bjarmi nýrrar tíðar væri runninn upp á himininn. J>á þóttu
þetta sönn orð, og vér uppástöndum að þau sé eins sönn
enn í dag; því einmitt verzlunarfrelsið og verzlunin ekki
einúngis getur verið, heldur og hlýtur að vera grundvöilur
ennar tímaulegu velferðar vorrar. í þessu efni eru líka
deildar meiníngar. Sumir standa fast á því, að land vort
sé svo fátækt, að ekkert verði gert; en þar á móti finna
aðrir, að Íslendíngar láti kaupmenn græða á sér stór fé,
svo að kaupmennirnir ekki lengur hirða um að hafa heimili
á íslandi, heldur flytja sig tii útlanda og lifa í alls nægtum