Gefn - 01.07.1872, Síða 53
53
fyrir það fe, sem þeir hafa rakað saman úr landinu í hreinan
ávinníng. Yfir þessu þarf enginn að undrast, jþví öll verzlan
er einúngis keppni, þar sem hvorr reynir að verða ef'ri en
annar, og það getur enginn bannað. En þá getur heldur
enginn bannað Íslendíngum að keppa við kaupmennina og bæta
verzlunarefni sín eins og unnt er. Menn eru loksins farnir
að finna, að Islendíngar eru komnir í fyrirlitlegan þrældóm,
ekki til stjórnarinnar, heldur til einstakra manna, sem eiga
ráð á lifi þeirra og eignum — sem geta látið taka eigur
manna hvenær sem vera skal fyrir skuldir; sem ráða sjálfir,
hversu mikið þeir vilja gef'a landsmönnum fyrir afla sinn og
vörur, jafnvel þó þetta sé þeirra eigin frjáls eign og þeir
sjálfir eigi fullan rétt á að meta vörur sínar eins og þeir
vilja. Orsökin til þessa þrældóms er samt ekki kaupmanna-
stéttin, þó deyfð og skammsýni landsmanna sé henni ein-
mitt í hag; heldur ekki fátæktin, sem margir hafa alltaf
á lopti eins og skjöld, sem mönnum er nú farið að leiðast
að horfa á, því menn eru fyrir laungu búnir að sjá, að þær
rúnir, sem á honum standa, eru lýgi - nei, það er ekki fátæktin,
sem er orsökin til þessa eymdarástands: það er fjörleysi og
samtakaleysi, hugsunarleysi og deyfð og óregla, sem um
allan aldur hefir þróast eins og illgresi í landi voru. Geti
Íslendíngar upp rætt þetta illgresi, og þar með losað sig úr
þeim fjötrum, sem deyfðin og dáðleysið svo lengi hafa
haldið þeim í, þá eru þeir ofan á; þá geta þeir lagt á sig
nóga skatta landinu tii framfara, og þetta er sá einasti
óbrigðuli vegur til velmegunar; þá þurfa menn ekki lengur
að renna bænaraugum til Danmarkar um hverja hundrað
dali sem þörf er á. En til þess að gagn verði að, þá
hjálpar ekki að fáeinir einstakir menn gángi þenna veg —
vér hyggjum jafnvel, að yfir höf'uð verði ekki neinum ein-
stökum mönnum auðið að komast á hann svo að allt landið
hati gagn af — heldur verða allir að verða samtaka til þess
að gánga hann, án þess að hugsa nm skjótan ábata eða
gróða; en það eina sem menn eiga að hugsa um, það er