Gefn - 01.07.1872, Page 54
54
að vera samtaka og samheldnir, þá mun ábatinn koma af
sjálfum sér. Hversu opt og hversu víða heyrum vér ekki
talað um einstöku menn, jafn vel fátæka, sem af engum
efnum hafa komist upp og getað lifað svo, að þeir voru
engum háðir — hversu miklu meiru mundi ekki verða á
orkað, ef hreiun og fjörugur vilji gengi í gegnum allan al-
menníng án undantekníngar! hversu mikið væri ekki unnið,
ef Íslendíngar gætu loksins vanið sig af að beija penínga-
leysi allstaðar við — þessi peníngasótt hefiir gengið í gegn-
um þjóð vora nú um nokkur ár, og eiginlega alltaf í mörg
hundruð ár, þarsem efnahagurinn mundi batna á styttri tíma
enn menn kannske halda, ef samtök og vilji væri til að
koma verzluninni í það rétta horf. J>að er ótrúlegt, hversu
mikil framför og vöxtur getur komið í þau hlutföll, sem eru
svo smá, að mannlegt auga má ekki fylgja þeim; og ein-
mitt á þessum smáu hlutföllum er allt líf heimsins bygt.
En híngað til hefir hugur manna hlaupið yfir þetta smáa,
en alltaf viljað grípa hið meira, sem aldrei næst nema
menn láti svo lítið og þiggi hið minna fyrst. Hinn einasti
fasti grundvöllur framfaranna er sá, að sá andi gángi í
gegnum alla alþýðu, að hverr og einn sé limur þjóðfélagsins
og hafi skyldur við það, fullt eins heilagar skyldur eins og
við foreldra sína og vandamenn; en sú önnur og hin næsta
hugsun hér eptir á að vera sú, að menn ekki láti þann
gneista deyja út, sem einusinni er kviknaður; heldur við-
haldi honum eins og heilögum eldi, því hann er vísir til
ennar æðri og fegri fullkomnunar mannkynsins, sem raunar
snertir jörðina og hið líkamlega, af því allir eru menn og
hafa mannlegt eðli, en sem um leið dreifir rótum sínum og
greinum út 1 tírnann: því hann er rótfestur í fornöldinni,
en vex út til framtíðarinnar með sífeldlega endurnýjuðum
laufum og eilíflega endurbornum blóma. Hin þriðja hugsun
til framfaranna er sú, að menn ávalt hafi hugfast hið smáa,
að menn aldrei gleymi því, að hlutföll lífsins eru bygð á
smáhlutum.