Gefn - 01.07.1872, Qupperneq 56
56
að þessi andi sé til og geti eflst og alist. [>ví meira sem
menn tala um apturför og hnignan, því fremur fer mönnum
aptur; því fremur sem menn ætlast til að fá hjálp annarstaðar
að, því síður veitist hún; og það er almennt álit nianna,
að stjórnir og ríkisþíng, í hverju landi sem er, ekki styrki
önnur mál en þau sem hafa no'g lífsafi til að bera sig sjálf;
það er að skilja: laungunin og viljinn verða að vera orðin
svo föst og rótgróin, að það sé ekki hætt við að þau deyi
út aptur, eins og svo opt hefir orðið hjá oss; því ekkert fé,
hversu mikið sem er, getur gert neitt gagn né veitt nokkurt
lið, nema því að eins að þeir kraptar sé til, sern láti það
bera ávöxt; en þessir kraptareru ástundun, vilji og þolgæði:
án þessaia krapta dugir engin stjórn, engir peníngar.
Framfarir og hagsmunir sér hvers lands eru sumpart
líkamlegir, en sumpart andlegir. Vér höfum nú minnst
nokkuð á enn líkamlega hag lands vors, og skulum nú fara
fáeinum orðum um hin andlegu hlutföll.
Upplýsíng og menntun alþýðu vakir ætíð fyrir hverjum
þeim sem nokkuð hugsar um land sitt. Vér höfum þegar
drepið á þenna hlut á fremstu blöðunum í fyrsta ári rits
þessa og tekið það fram að bæði væri Íslendíngar öðrum
þjóðum fremri að náttúrlegri upplýsíngu, enda væri og að
sumu leyti hægra við þetta að eiga hjá oss enn öðrum.
Fámennið og strjálbygðin eru hér það sem örðugast er að
fást við, eins og vant er. Hugmyndin um alþýðuskóla hefir
lengi vakað fyrir mönnum á íslandi, sem von er, og menn
hafa álitið slíkar stofnanir sem óumfiýjanlegar, ef menntun
landsmanua ætti að vera í nokkru lagi. En þessir tveir
hlutir, sem nú nefndum vér, nefnilega fámennið og strjál-
bygðin, hamla oss frá öllum slíkum stofnunum — fyrir utan
það, að vér höfum ekki svo sérlega sterka trú á þessari
skólakennslu, þó henni sé lirósað og hún sé lofuð og vegsömuð
einmitt af þeim sem sjálfir ætla sér að ná í kennaraem-
bættin, eða þá af kunníngjum þessara -manna, sem vilja
styrkja þá, þvi þannig gengur það til erlendis, þar sem