Gefn - 01.07.1872, Side 60
60
og smekklaust; hverr skilur betur nafnElfráðs ríka þó hann
nefnist í dönskum bókum »Alfred den Store« ? því svo hét
hann aldrei neinstaðar, heldur hafa Danir fundið upp á þessu
nafni eins og upp á »det babyloniske Exil« og fleirum
nöfnum, som annaðhvort áttu að standa milli sviga á latínu,
eða þá á málum sjálfra þjóðanna. Gizurarsögu Jóns þor-
kelssonar gleymdum vér uærri því að nefna; það ergóð og
þarfleg bók, þó hún sé nokkuð þur; en hún er ómissandi
leiðbeiníng í gegnum myrkviðri Sturlúngasögu. Um þessa
bók hefir K. Maurer ritað í þjóðversku tímariti er Germanía
heitir (1869) — Nú um stundir sýnist vera einhver blaða-
öld hjá oss, og þar koma fram ýmsar ritgjorðir mjög mis-
jafnar sem nærri má geta. Einknm leggja hin ýngri blöð
sig eptir að færa »skáldsögur« eða upphugsaðar sögur í
óbundinni ræðu, sem líklega helst munu vera fæddar af
»pilt og stúlku« Jóns Thoroddsens, og af sögubrotum Jónasar
Hallgrímssonar í Fjölni. »Filtur og stúlka« er all-laglegt
kver, en fyrri útgáfan er betri en hin seinni, því höfundurinn
fór þar að koma með ýms orð sem honum hafa fundist
findin, en sem oss finnast ófindin; sögur Jónasar eru fagrar
að málinu til; en þær, sem höfundurinn hefir auðsjáanlega
ætlast til að yrði mest í varið, detta niður botnlausar í
miðju katí. Náttúrulýsíngarnar í þeim eru óviðjafnanlegar
og málið á þeim tekið úr innstu hjartarótum þjóðarinnar;
en hugmyndirnar eru hvorki djúpar né stórkostlegar. En
allt um það eru þessar sögur betri en þær sem nú má lesa
í blöðum vorum, því þær tilraunir eru sannarlega gerðar
fremur af vilja en mætti, og sama er að segja um lángfiest
kvæði í blöðunum. Vér áfellum hér með ekki hin íslendsku
blöð eða rithöfunda og skáld svo sem þeir sé lakari en það
sem lesa má erlendis; þeir eru ekkert verri, en andaleysi
og skáhlleg eymd gengur nú á vorum tímum eins og doðasótt
yfir allan heiminn, og kemur það að sumu leyti til af því,
að þjóðernistiltínníng manna er nú ekki lengur á enu fyrsta
flugi, þegar fagrar vonir brosa í fjarska og andinn fær nýja