Gefn - 01.07.1872, Qupperneq 64
64
látum eptir í fjarska ena gráu fornöld, þar sem allar myndir
renna saman og svífa eins og ský í órjúfandi þoku.
Allir menn eru hvorr öðrum ólíkir; varla hittast tveir
menn, sem sé öldúngis eins, og hversu líkirsem þeir kynni
að vera að líkamanum til, þá eru þeir það samt ekki í
hugsunum, máli og slíkum efnum. Af þessum orsökum hafa •
menn lijótt fundið, að þessi ójöfnuður á sér stað ekki
einúngis með tilliti til einstakra manna, heldurgengur hann
yfir lieilar þjóðir, og því hafa menn skipt mönnunum í
flokka, eptir eðli þeirra og útliti. Algengast er að skipta
þeim í Kákasusmenn, Móngola, Etíópa, Ameríkumenn og
Malaja; en margar aðrar skiptíngar eru til. Menn reikna
fjölda mannanua 1300 millíónir og þar af eru Kákasusmenn
375, Móngolar528, Etíópar 196, Malajar 200, Ameríkumenn
1. Sér hverr þessara flokka liefir sinn einkennilega hlæ;
Kákasusmenn eru fegurstir skapaðir og ljósir á hörund að
jafnaði; Móngolar eru gulir og augun sem í ketti, Etíópar
(Negrar) svartir og hrokkinhærðir, Malajar brúnir að lit, og
Ameríkumenn (Indíanar) rauðir. pessi skiptíng er bygð á
útliti mannanna; en nokkuð öðruvísi verður skiptíngin eptir
málunum, eins og ráða má á því ef menn bera saman þessa
ritgjörð við það sem vér höfum sagt hér að framan um
Aryana: þar er einúngis málið lagt til grundvallar, og má
af því sjá, að skipta má mönnunum ýmist eptir líkams-
skapnaði, en ýmist eptir málunum. Sömuleiðis má ráða af
þessu, á hversu miklu reiki skoðanir manna sé í þessu efni,
því menn koma sér í rauninni aldrei saman og hverr og
einn þvkist þurfa að finna uppá sinni eigin kenníngu.
þeir sem helst fylgja ritníngunni, hefja ættirnar ekki
fyrr en frá Sem Ham og Jafet Nóasonum, og láta hitt annað
eiga sig sjálft. Semítum er eignuð Asía, Hamítum Afríka
og Jaf'etsmönnum Evrópa; en Ameríka og Ástralía hyggja
menn aö byggst hati í öndverðu af blendíngum beggja enna
fyrr nefndu og sé því þannig til komnir Malajar og Indíanar.
Jafet átti sjö sonu, og eptir þeim heita þjóðflokkar: