Gefn - 01.07.1872, Page 70

Gefn - 01.07.1872, Page 70
70 hann aptur inn í sitt fyrra veldi, og skattskyldi hann; og af því Hezekía Júðakonúngur ekki vildi hlýða boðum mínum, þá tók eg og ræuti 46 víggirtar borgir og ótal minni staði. En eg lét honum eptir Jerúsalem, höfuðborg hans, og nokkra minni staði þar í nánd« (— hér er ritið skaddað og verður ekki lesið —) »Borgir þær, sem eg hafði tekið og rænt, nam eg undan ríki Hezekías og skipti þeim á milli konúng- anna af Asdod og Askalon og Ekron og Gaza, og eptir að eg var kominn inn í land þessara konúnga, þá skattskyldi eg þá á hæfilegan hátt og meir en þeir voru áður skyldir til. Og af því að Hezekías alltaf færðist undan og vildi ekki viðurkenna tign mína, þá herleiddi eg alla þá menn sem bygðu í og kríngum Jerúsalem, og tók 30 talent gulls og 800 talent silfurs, auðæfi enna tignu manna við hirð Hezekías og dætra þeirra, og eg tók embættismenn hallar hans, konur og menn, sem voru þrælar. Eg snéri aptur til Niníve og áleit þetta herfáng sem skatt er hann hafði neitað að gjalda mér.« Biblían er hin elsta verulega mannkynssaga; og sagan er í stuttu máli þessi, að Abram telst að hafa lifað 2000 árum fyrir Krist; hann var fæddur í Úr í Kaldeu, og var 75 ára gamall þegar honum var boðið að fara til Kanaan. Isak fæddist 1896, Jakob 1836 fyrir Krist; Jakob fór með allt hyski sitt til Egiptalands 1706. þar voru ísraelsmenn annaðhvort í 400 eða 215 ár; 40 ár voru þeir á eyðimörkinni og námu síðan Kanaansland og skiptu því í tólf ættlönd. Davíð ríkti frá 1055 til 1015, og Salómon frá 1015 til 975. Efraímsríki (eða Ísraelsríki, sem Jeroboam stofnaði) stóð til 722; Júðaríki stóð til 606 eða 588. Árið 536 leystust gyðíngar úr herleiðíngunni til Babílonar, komust skömmu fyrir Krist undir vald Rómverja, mistu Jerúsalem ár 70 eptir Krist og dreifðust út um heirn allan. þetta er Gyðíngasaga. Hérumbil 2000 árum f. Kr., um sama leyti og Abram var uppi, var Babílónarríki stofnsett af Nimroð, sem þó er

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.